Munu mótmæla lögbanni - ekkert saknæmt í gangi hjá Kastljósi Boði Logason skrifar 25. september 2012 14:38 Sigmar Guðmundsson er ritstjóri Kastljóss. mynd/ellý „Við munum að sjálfsögðu mótmæla því harðlega ef að menn ætla að reyna að setja lögbann á það að fjölmiðlar geti rækt sína skyldu, að upplýsa almenning um eitthvað sem vel má færa rök fyrir því að sé alvarlegt klúður í stjórnsýslunni hérna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði á fundi með fjárlaganefnd Alþingis eftir hádegi í dag hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld. Í gær fjallaði þátturinn um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Sigmar segist hinsvegar ekkert hafa heyrt um lögbannið, sem Sveinn talaði um á fundinum í dag. „Við erum bara að vinna okkar vinnu og á meðan við höfum ekkert heyrt meira af þessari lögbannskröfu með formlegum leiðum þá er ástandið bara óbreytt," segir Sigmar. „Og í raun og veru trúi ég því ekki að það geti komið til þess að hægt sé að setja lögbann á okkur með þessum hætti - ég bara neita að trúa því." „Þeir (ríkisendurskoðun, innsk.blm.) hafa verið að vísa í öryggis- og almannahagsmuni. Ég get ekki séð að það fari saman að standa vörð um almannahagsmuni og á sama tíma að banna fjölmiðlum að upplýsa almenning um það sem aflaga fer í stjórnsýslunni," segir hann um málið. Spurður um tilkynningu stofnunarinnar um lekann á skýrslunni til Kastljóssins, segir Sigmar: „Það er með þetta mál eins og öll önnur mál sem fjölmiðlar fást við. Gögn koma til okkar með ýmsum leiðum, það er ekkert saknæmt hér í gangi hjá Kastljósinu. Við segjum ekkert frá því hvaðan við fáum gögn, það liggur í hlutarins eðli." Tengdar fréttir Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Við munum að sjálfsögðu mótmæla því harðlega ef að menn ætla að reyna að setja lögbann á það að fjölmiðlar geti rækt sína skyldu, að upplýsa almenning um eitthvað sem vel má færa rök fyrir því að sé alvarlegt klúður í stjórnsýslunni hérna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði á fundi með fjárlaganefnd Alþingis eftir hádegi í dag hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld. Í gær fjallaði þátturinn um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu um leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Sigmar segist hinsvegar ekkert hafa heyrt um lögbannið, sem Sveinn talaði um á fundinum í dag. „Við erum bara að vinna okkar vinnu og á meðan við höfum ekkert heyrt meira af þessari lögbannskröfu með formlegum leiðum þá er ástandið bara óbreytt," segir Sigmar. „Og í raun og veru trúi ég því ekki að það geti komið til þess að hægt sé að setja lögbann á okkur með þessum hætti - ég bara neita að trúa því." „Þeir (ríkisendurskoðun, innsk.blm.) hafa verið að vísa í öryggis- og almannahagsmuni. Ég get ekki séð að það fari saman að standa vörð um almannahagsmuni og á sama tíma að banna fjölmiðlum að upplýsa almenning um það sem aflaga fer í stjórnsýslunni," segir hann um málið. Spurður um tilkynningu stofnunarinnar um lekann á skýrslunni til Kastljóssins, segir Sigmar: „Það er með þetta mál eins og öll önnur mál sem fjölmiðlar fást við. Gögn koma til okkar með ýmsum leiðum, það er ekkert saknæmt hér í gangi hjá Kastljósinu. Við segjum ekkert frá því hvaðan við fáum gögn, það liggur í hlutarins eðli."
Tengdar fréttir Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið hefði dregist. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. 25. september 2012 13:07