Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir spilaði tvo mikilvæga leiki með liði sínu VC Kanti Schaffhausen í Sviss um helgina. Báðir leikirnir unnust.
Á laugardaginn mættu Jóna og félagar Sm'Aesch Pfeffingen í Basel og kom ekkert annað en sigur til greina í baráttunni um efstu fimm sætin sem gefa þátttökurétt í fimm liða úrslitum. Schaffhausen vann öruggan sigur í þremur hrinum gegn engri.
Á sunnudaginn mætti Schaffhausen liði Sacres Nuc í bikarkeppninni en Sacres hafnaði í 2. sæti í efstu deildinni í fyrra. Schaffhausen vann sigur í hörkuleik 3-1 og tryggði sér sæti í undanúrslitum svissneska bikarsins.
„Þetta var hrikalega mikilvæg og erfið helgi. Við spiluðum mjög vel og það er mikil gleði hér á bæ í dag," sagði Jóna Guðlaug.
Góð uppskera hjá Jónu Guðlaugu um helgina
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti


Fleiri fréttir
