Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - FH - 0-1 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 30. júlí 2012 17:09 FH stal sigrinum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld þegar þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins, en Hólmar Örn Rúnarsson gerði eina mark leiksins og því lauk honum með 1-0 sigri Fimleikafélagsins. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið virkuðu í fínu formi. Framarar voru sérstaklega ákveðnir í upphafi og voru sóknarmenn liðsins gríðarlega sprækir alveg frá fyrstu mínútu. Sveinbjörn Jónasson og Steven Lennon náðu virkilega vel saman og sýndu laglega tilþrif í fyrri hálfleiknum. Lennon lék varnarmenn FH-inga grátt oft á tíðum og voru þeir í stökustu vandræðum með framherjann. Þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og fengu nokkru ákjósanlega færi en náði ekki að nýta þau og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og liðin fundu sig nokkuð illa. Framarar féllu mikið til baka og FH-ingar áttu erfitt með að finna taktinn sóknarlega. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en tveimur mínútum fyrir lok venjulegan leiktíma náðu FH-ingar að stela sigrinum þegar Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður FH, renndi boltanum í netið. Viktor Örn Guðmundsson renndi boltanum laglega inn fyrir vörn Fram þar sem Atli Viðar Björnsson var mættur. Atli náði fínu skoti á markið sem Ögmundur Kristinsson varði ágætlega en boltinn skoppaði fyrir markið og Hólmar þurfi aðeins að renna honum í autt mark. Virkilega mikilvægur sigur fyrir FH-inga en að sama skapi skelfilegt tap fyrir Framara. Jón Jónsson: Hefði klárað þetta færi á æfingu„Ég er rosalega ánægður með þessi þrjú stig og þennan sigur, hann var mikilvægur fyrir liðið," sagði Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Við sendum ákveðin skilaboð til hinna liðana með þessum sigri og frábært að hann komi svona rétt fyrir Verslunarmannahelgin." „Eitt mark, þeirri ekki neitt og við höldum skipulagi allan leikinn sem er frábært." Jón Jónsson spilaði sig laglega í gegnum alla vörn Fram í byrjun síðari hálfleiks, kom sér í frábært skotfæri að afgreiðslan kannski ekki sú besta. „Undanfarið á æfingum höfum við verið að spila mikið stutt á milli marka og þar hef ég verið sjóðandi heitur, ég hefði klárað þetta færi á æfingu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásgeir Gunnar: Vorum örlítið þreyttir og þungir í seinni hálfleik„Þetta er hrikalega sárt, við áttum að ná í stigið og hræðilegt að missa mark inn undir lokin," sagði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður Fram, eftir tapið í kvöld. „Við ætluðum að sitja þétta aftarlega og beita skyndisóknum sem gekk vel í fyrri hálfleiknum og þá náðum við nokkrum fínum færum. Menn voru kannski orðnir þreyttir og þungir í seinni hálfleiknum og þetta féll bara ekki fyrir okkur í kvöld." „Við virðumst ekki ná að halda í jafnteflin, það er annað hvort bara sigur eða tap hjá okkur í deildinni og þegar upp er staðið gæti það talið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Hólmar: Maður skorar ekki á hverjum degi „Maður er alltaf ánægður með að skora, það gerist ekki svo oft," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, markaskorari FH, eftir sigurinn. „Við höfum alveg spilað mun betur í sumar en hér í kvöld en Framarar voru erfiðir og gerðu okkur oft á tíðum lífið leitt." „Framarar fengu hættulegt færi hérna í lokin en Gunnleifur varði meistaralega í markinu og bjargaði okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
FH stal sigrinum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld þegar þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins, en Hólmar Örn Rúnarsson gerði eina mark leiksins og því lauk honum með 1-0 sigri Fimleikafélagsins. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið virkuðu í fínu formi. Framarar voru sérstaklega ákveðnir í upphafi og voru sóknarmenn liðsins gríðarlega sprækir alveg frá fyrstu mínútu. Sveinbjörn Jónasson og Steven Lennon náðu virkilega vel saman og sýndu laglega tilþrif í fyrri hálfleiknum. Lennon lék varnarmenn FH-inga grátt oft á tíðum og voru þeir í stökustu vandræðum með framherjann. Þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og fengu nokkru ákjósanlega færi en náði ekki að nýta þau og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og liðin fundu sig nokkuð illa. Framarar féllu mikið til baka og FH-ingar áttu erfitt með að finna taktinn sóknarlega. Það stefndi allt í markalaust jafntefli en tveimur mínútum fyrir lok venjulegan leiktíma náðu FH-ingar að stela sigrinum þegar Hólmar Örn Rúnarsson, leikmaður FH, renndi boltanum í netið. Viktor Örn Guðmundsson renndi boltanum laglega inn fyrir vörn Fram þar sem Atli Viðar Björnsson var mættur. Atli náði fínu skoti á markið sem Ögmundur Kristinsson varði ágætlega en boltinn skoppaði fyrir markið og Hólmar þurfi aðeins að renna honum í autt mark. Virkilega mikilvægur sigur fyrir FH-inga en að sama skapi skelfilegt tap fyrir Framara. Jón Jónsson: Hefði klárað þetta færi á æfingu„Ég er rosalega ánægður með þessi þrjú stig og þennan sigur, hann var mikilvægur fyrir liðið," sagði Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Við sendum ákveðin skilaboð til hinna liðana með þessum sigri og frábært að hann komi svona rétt fyrir Verslunarmannahelgin." „Eitt mark, þeirri ekki neitt og við höldum skipulagi allan leikinn sem er frábært." Jón Jónsson spilaði sig laglega í gegnum alla vörn Fram í byrjun síðari hálfleiks, kom sér í frábært skotfæri að afgreiðslan kannski ekki sú besta. „Undanfarið á æfingum höfum við verið að spila mikið stutt á milli marka og þar hef ég verið sjóðandi heitur, ég hefði klárað þetta færi á æfingu." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásgeir Gunnar: Vorum örlítið þreyttir og þungir í seinni hálfleik„Þetta er hrikalega sárt, við áttum að ná í stigið og hræðilegt að missa mark inn undir lokin," sagði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður Fram, eftir tapið í kvöld. „Við ætluðum að sitja þétta aftarlega og beita skyndisóknum sem gekk vel í fyrri hálfleiknum og þá náðum við nokkrum fínum færum. Menn voru kannski orðnir þreyttir og þungir í seinni hálfleiknum og þetta féll bara ekki fyrir okkur í kvöld." „Við virðumst ekki ná að halda í jafnteflin, það er annað hvort bara sigur eða tap hjá okkur í deildinni og þegar upp er staðið gæti það talið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Hólmar: Maður skorar ekki á hverjum degi „Maður er alltaf ánægður með að skora, það gerist ekki svo oft," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, markaskorari FH, eftir sigurinn. „Við höfum alveg spilað mun betur í sumar en hér í kvöld en Framarar voru erfiðir og gerðu okkur oft á tíðum lífið leitt." „Framarar fengu hættulegt færi hérna í lokin en Gunnleifur varði meistaralega í markinu og bjargaði okkur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira