Chelsea í fjórða sætið | WBA valtaði yfir Sunderland 25. febrúar 2012 12:12 Drogba fagnar marki sínu á Stamford Bridge í dag. Didier Drogba og Frank Lampard fóru fyrir liði Chelsea sem lagði Bolton 3-0. West Brom burstaði Sunderland 4-0 og Úlfarnir náðu í óvænt stig með 2-2 jafntefli á útivelli gegn Newcastle.Chelsea 3-0 Bolton Didier Drogba var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Fernando Torres á Stamford Bridge. Dagurinn virtist ætla að verða langur fyrir heimamenn sem tókst ekki að finna leiðina í mark Bolton í fyrri hálfleiknum. Brasilíumaðurinn David Luiz kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið. Nokkrum mínútum síðar var Didier Drogba réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu Frank Lampard. Fernando Torres kom inn á fyrir meiddan Drogba þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þremur mínútum síðar var Frank Lampard á réttum stað eftir fyrirgjöf Juan Mata og skoraði af stuttu færi. Lampard hefur nú skorað 150 deildarmörk á Englandi. Með sigrinum kemst Chelsea upp fyrir Arsenal í fjórða sæti deildarinnar. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.Newcastle 2-2 Wolves Wolves náði í mikilvægt stig á St. James' Park í fyrsta leik sínum undir stjórn Terry Connor. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Connor í dag. Papiss Demba Cisse kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir klaufagang hjá varnarmönnum Wolves. Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez bætti við marki í fyrri hálfleik með glæsilegu langskoti. Hálfleiksræða Connor virtist hafa skilað sér til leikmanna Wolves sem minnkuðu muninn strax á 50. mínútu. Matt Jarvis skaut af löngu færi og boltinn fór af varnarmanni yfir Tim Krul í marki Newcastle. Áfram hélt sókn Úlfanna og Írinn Kevin Doyle jafnaði metin af stuttu færi um miðjan hálfleikinn. Frábær endurkoma hjá gestunum sem komust upp úr fallsæti í bili og sitja í 16. sæti.QPR 0-1 Fulham QPR tók á móti Fulham á Loftus Road í Lundúnum og lenti strax marki undir. Rússinn Pavel Pograbnyak virðist ætla að reynast Fulham vel en kappinn kom gestunum yfir á 7. mínútu. QPR varð fyrir áfalli eftir rúman hálftíma leik þegar Samba Diakité fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni færri tókst lærisveinum Mark Hughes ekki að rétta úr kútnum. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR í dag.WBA 4-0 Sunderland Peter Odemwingie skoraði tvö mörk fyrir West Brom sem tók Sunderland í kennslustund á Hawthorns-vellinum. Odemwingie kom heimamönnum á bragðið af stuttu færi eftir aðeins þrjár mínútur og James Morrison jók muninn í 2-0 skömmu fyrir hlé. Tveimur mörkum undir brá Martin O'Neill, stjóri Sunderland, á það ráð að skipta tveimur framherjum, þeim Frazier Campbell og Nicklas Bendtner, inn á í hálfleik. Það bar ekki tilætlaðan árangur því Odemwingie skoraði annað mark sitt í upphafi síðari hálfleiks eftir hraða sókn heimamanna. Keith Andrews batt svo endahnútinn á niðurlægingu Sunderland þegar hann skoraði fjórða mark West Brom.Wigan 0-0 Aston Villa Wigan komst úr botnsæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á DW-vellinum. Wigan menn sóttu af krafti undir lok leiksins án árangurs. Darren Bent fór meiddur af velli hjá Villa seint í leiknum. Leikur Manchester City og Blackburn hefst klukkan 17:30. Hann er í beinni útsendingu á Sport 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Didier Drogba og Frank Lampard fóru fyrir liði Chelsea sem lagði Bolton 3-0. West Brom burstaði Sunderland 4-0 og Úlfarnir náðu í óvænt stig með 2-2 jafntefli á útivelli gegn Newcastle.Chelsea 3-0 Bolton Didier Drogba var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Fernando Torres á Stamford Bridge. Dagurinn virtist ætla að verða langur fyrir heimamenn sem tókst ekki að finna leiðina í mark Bolton í fyrri hálfleiknum. Brasilíumaðurinn David Luiz kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið. Nokkrum mínútum síðar var Didier Drogba réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu Frank Lampard. Fernando Torres kom inn á fyrir meiddan Drogba þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þremur mínútum síðar var Frank Lampard á réttum stað eftir fyrirgjöf Juan Mata og skoraði af stuttu færi. Lampard hefur nú skorað 150 deildarmörk á Englandi. Með sigrinum kemst Chelsea upp fyrir Arsenal í fjórða sæti deildarinnar. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton.Newcastle 2-2 Wolves Wolves náði í mikilvægt stig á St. James' Park í fyrsta leik sínum undir stjórn Terry Connor. Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Connor í dag. Papiss Demba Cisse kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir klaufagang hjá varnarmönnum Wolves. Argentínumaðurinn Jonas Gutiérrez bætti við marki í fyrri hálfleik með glæsilegu langskoti. Hálfleiksræða Connor virtist hafa skilað sér til leikmanna Wolves sem minnkuðu muninn strax á 50. mínútu. Matt Jarvis skaut af löngu færi og boltinn fór af varnarmanni yfir Tim Krul í marki Newcastle. Áfram hélt sókn Úlfanna og Írinn Kevin Doyle jafnaði metin af stuttu færi um miðjan hálfleikinn. Frábær endurkoma hjá gestunum sem komust upp úr fallsæti í bili og sitja í 16. sæti.QPR 0-1 Fulham QPR tók á móti Fulham á Loftus Road í Lundúnum og lenti strax marki undir. Rússinn Pavel Pograbnyak virðist ætla að reynast Fulham vel en kappinn kom gestunum yfir á 7. mínútu. QPR varð fyrir áfalli eftir rúman hálftíma leik þegar Samba Diakité fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni færri tókst lærisveinum Mark Hughes ekki að rétta úr kútnum. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR í dag.WBA 4-0 Sunderland Peter Odemwingie skoraði tvö mörk fyrir West Brom sem tók Sunderland í kennslustund á Hawthorns-vellinum. Odemwingie kom heimamönnum á bragðið af stuttu færi eftir aðeins þrjár mínútur og James Morrison jók muninn í 2-0 skömmu fyrir hlé. Tveimur mörkum undir brá Martin O'Neill, stjóri Sunderland, á það ráð að skipta tveimur framherjum, þeim Frazier Campbell og Nicklas Bendtner, inn á í hálfleik. Það bar ekki tilætlaðan árangur því Odemwingie skoraði annað mark sitt í upphafi síðari hálfleiks eftir hraða sókn heimamanna. Keith Andrews batt svo endahnútinn á niðurlægingu Sunderland þegar hann skoraði fjórða mark West Brom.Wigan 0-0 Aston Villa Wigan komst úr botnsæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli í bragðdaufum leik á DW-vellinum. Wigan menn sóttu af krafti undir lok leiksins án árangurs. Darren Bent fór meiddur af velli hjá Villa seint í leiknum. Leikur Manchester City og Blackburn hefst klukkan 17:30. Hann er í beinni útsendingu á Sport 2. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira