Enski boltinn

Man. City keypti þann dýrasta - öll félagsskipti ensku liðanna í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javi Garcia skiptir úr rauðu yfir í ljósblátt.
Javi Garcia skiptir úr rauðu yfir í ljósblátt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var um að vera í gær þegar ensku úrvalsdeildarliðin kepptust við að ganga frá leikmannakaupum og -sölum áður en félagsskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi. Það var ýmislegt fróðlegt í gangi og nokkrir leikmenn skiptu um lið rétt fyrir lokun.

Englandsmeistarar Manchester City voru mjög duglegir síðasta sólarhringinn og enduðu daginn á því að kaupa dýrasta leikmanninn í gær þegar þeir borguðu Benfica 16 milljónir punda fyrir miðjumanninn Javi Garcia. Áður hafði City keypt Matija Nastasic frá Fiorentina, Scott Sinclair frá Swansea og Maicon frá Inter Milan.

Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Liverpool sem missti af Clint Dempsey til Tottenham og náði ekki að finna sóknarmann í stað Andy Carroll sem félagið lánaði daginn áður til West Ham. Það vantar því tilfinnanlega markaskorara í framlínu Liverpool.

Hér fyrir neðan er smá samantekt um þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem skiptu um lið á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en nú má enginn leikmaður fara á milli liða fyrr en að glugginn opnar í upphafi næsta árs.

Félagsskipti liða í ensku úrvalsdeildinni 31. ágúst 2012:

(•: eitt af stóru liðunum, -: önnur lið)

• Charlie Adam (Liverpool - Stoke) 5 milljónir punda

- Patrick Agyemang (QPR - Stevenage) frítt

- Joey Barton (QPR - Marseille) á láni

• Nicklas Bendtner (Arsenal - Juventus) á láni

- Christian Benteke (Genk - Aston Villa) ekki vitað

• Dimitar Berbatov (Manchester United - Fulham) ekki vitað

- Federico Bessone (Swansea - Swindon) frítt

- Jay Bothroyd (QPR - Sheffield Wednesday) á láni

- Jordan Bowery (Chesterfield - Aston Villa) 500 000 pund

• Dedryck Boyata (Manchester City - Twente) á láni

• Nathaniel Chalobah (Chelsea - Watford) á láni

- Cody Cropper (með lausan samning - Southampton) ekki vitað

• Nigel de Jong (Manchester City - AC Milan) ekki vitað

- Ashkan Dejagah (Wolfsburg - Fulham) ekki vitað

- Nathan Delfouneso (Aston Villa - Blackpool) ekki vitað

• Clint Dempsey (Fulham - Tottenham) 6 milljónir punda

- Stephen Dobbie (Swansea - Brighton) ekki vitað

• Giovani Dos Santos (Tottenham - Real Mallorca) ekki vitað

- Paul Dummett (Newcastle - St Mirren) á láni

• Nathan Eccleston (Liverpool - Blackpool) ekki vitað

• Michael Essien (Chelsea - Real Madrid) á láni

- George Francomb (Norwich - AFC Wimbledon) á láni

• Javi Garcia (Benfica - Manchester City) 16 milljónir punda

- Roman Golobart (Wigan - Tranmere) á láni

- Pablo Hernandez (Valencia - Swansea) 5,55 milljónir punda

• Gael Kakuta (Chelsea - Vitesse Arnhem) á láni

- Matthew Kennedy (Kilmarnock - Everton) ekki vitað

• Hugo Lloris (Lyon - Tottenham) 11,8 milljónir punda

- Sam Magri (Portsmouth - QPR) frítt

• Maicon (Inter Milan - Manchester City) ekki vitað

- Stephane Mbia (Marseille - QPR) ekki vitað

• Ryan McGivern (Manchester City - Hibernian) á láni

• Matija Nastasic (Fiorentina - Manchester City) 10 milljónir punda

- Stephen N'Zonzi (Blackburn - Stoke) ekki vitað

- Andrea Orlandi (Swansea - Brighton) ekki vitað

- Bryan Oviedo (FC København - Everton) 5 milljónir pund

• Park Chu-Young (Arsenal - Celta Vigo) á láni

- Goran Popov (Dynamo Kiev - West Brom) á láni

- Gaston Ramirez (Bologna - Southampton) ekki vitað

- Kieran Richardson (Sunderland - Fulham) 2 milljónir punda

• Danny Rose (Tottenham - Sunderland) á láni

• Roque Santa Cruz (Manchester City - Malaga) á láni

• Stefan Savic (Manchester City - Fiorentina) Í skiptum

- Billy Sharp (Southampton - Nottingham Forest) á láni

• Scott Sinclair (Swansea - Manchester City) 6,2 milljónir punda

• Jay Spearing (Liverpool - Bolton) á láni

• Rafael van der Vaart (Tottenham - Hamburg) 10 milljónir punda

- Ashley Westwood (Crewe - Aston Villa) ekki vitað

• Richard Wright (samningslaus - Manchester City) frítt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×