Joly segir árangur Íslands í hvítflibbabrotum einstakan á heimsvísu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2012 20:55 Eva Joly telur að árangur Íslands við rannsókn og saksókn efnahagsbrota sé einstakur á heimsvísu. Þá segist hún ástfangin af landi og þjóð og hyggst rækta tengsl sín við Ísland enn frekar.Eva Joly, sem er þingmaður á Evrópuþingingu, er á Íslandi í stuttri heimsókn en hún hélt erindi um fjármálakreppuna í Hörpu í dag á vegum Samtaka fjárfesta og HÍ. Joly, sem um tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist gleðjast yfir því að rannsóknir embættisins séu að skila árangri. „Ég er mjög ánægð með að sjá að sterk mál hafa komið fyrir dómstóla og að saksóknararnir vinna þessi mál, að fólk sé dæmt til fangelsisvistar. Mér finnst þið mjög hugrökk. Þetta er alveg einstakt í heiminum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem bankamenn hafa gert jafnmikinn óskunda og á Íslandi, er enginn sóttur til saka. Þetta er mjög sterkt,“ segir Joly í samtali við fréttastofu. Telur þú þá að Íslandi hafi orðið betur ágengt í að takast á við hvítflibbaglæpi en öðrum löndum? „Já, ég held að þið séuð orðnir miklir sérfræðingar og það er mjög athyglisvert að sjá að þið hafið gert þetta með innlendum mannafla, með því að styrkja hann, og öll keðjan hefur verið styrkt, líka dómstólarnir. Mér þykir þetta aðdáunarvert.“ Joly, sem bauð sig fram til forseta Frakklands í forsetakosningunum í vor en fékk nánast ekkert fylgi, mun áfram starfa á Evrópuþinginu og þá sinnir hún verkefnum fyrir afgönsk stjórnvöld. Hún hyggst áfram rækta tengslin við Ísland í gegnum Eva Joly Institute sem Jón Þórisson, umboðsmaður hennar hér á landi, fer fyrir. Um er að ræða frjáls félagasamtök um lýðræðisumbætur og réttlæti. „Ég elska þetta land, mér finnst ég í rauninni eiga heima hérna. Mér líður vel hérna svo ég mun halda áfram að fylgjast með af miklum áhuga,“ segir Eva Joly. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Eva Joly telur að árangur Íslands við rannsókn og saksókn efnahagsbrota sé einstakur á heimsvísu. Þá segist hún ástfangin af landi og þjóð og hyggst rækta tengsl sín við Ísland enn frekar.Eva Joly, sem er þingmaður á Evrópuþingingu, er á Íslandi í stuttri heimsókn en hún hélt erindi um fjármálakreppuna í Hörpu í dag á vegum Samtaka fjárfesta og HÍ. Joly, sem um tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist gleðjast yfir því að rannsóknir embættisins séu að skila árangri. „Ég er mjög ánægð með að sjá að sterk mál hafa komið fyrir dómstóla og að saksóknararnir vinna þessi mál, að fólk sé dæmt til fangelsisvistar. Mér finnst þið mjög hugrökk. Þetta er alveg einstakt í heiminum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem bankamenn hafa gert jafnmikinn óskunda og á Íslandi, er enginn sóttur til saka. Þetta er mjög sterkt,“ segir Joly í samtali við fréttastofu. Telur þú þá að Íslandi hafi orðið betur ágengt í að takast á við hvítflibbaglæpi en öðrum löndum? „Já, ég held að þið séuð orðnir miklir sérfræðingar og það er mjög athyglisvert að sjá að þið hafið gert þetta með innlendum mannafla, með því að styrkja hann, og öll keðjan hefur verið styrkt, líka dómstólarnir. Mér þykir þetta aðdáunarvert.“ Joly, sem bauð sig fram til forseta Frakklands í forsetakosningunum í vor en fékk nánast ekkert fylgi, mun áfram starfa á Evrópuþinginu og þá sinnir hún verkefnum fyrir afgönsk stjórnvöld. Hún hyggst áfram rækta tengslin við Ísland í gegnum Eva Joly Institute sem Jón Þórisson, umboðsmaður hennar hér á landi, fer fyrir. Um er að ræða frjáls félagasamtök um lýðræðisumbætur og réttlæti. „Ég elska þetta land, mér finnst ég í rauninni eiga heima hérna. Mér líður vel hérna svo ég mun halda áfram að fylgjast með af miklum áhuga,“ segir Eva Joly. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira