Íslenski boltinn

Spear til Víkings R. | Dani á leiðinni

Víkingur frá Reykjavík hefur fengið góðan liðsstyrk því Aaron Spear, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til félagsins út sumarið.

Spear mætti á sína fyrstu æfingu með Víkingi í dag á meðan Eyjamenn spiluðu við Fram á Hásteinsvelli.

Danskur leikmaður kemur svo til reynslu hjá liðinu á morgun. Hann mun æfa með liðinu áður en ákvörðun verður tekin um hvort samið verði við hann.

Víkingum hefur ekki gengið sem skildi í sumar en þeir sitja í fallsæti sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×