Íslenski boltinn

Kjartan Henry ekki með KR-ingum í næstu leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. Mynd/Daníel
Kjartan Henry Finnbogason, einn af þremur markahæstu leikmönnum Pepsi-deildar karla, verður ekki með í næstu leikjum KR-inga en hann meiddist á hné í sigrinum á Grindavík á sunnudaginn. Það er vefsíðan Fótbolti.net sem segir frá þessu.

„Ég tábrotnaði þegar við Kiddi (Kristinn Jónsson) vorum aðeins að kýtast út í hvorn annan. Ég æfði ekkert fyrir Grindavíkurleikinn en reyndi síðan að vera með og var kannski að beita mér illa því að snéri upp á hnéið á mér í lok fyrri hálfleiks þar," sagði Kjartan Henry við Fótbolta.net í dag.

Kjartan Henry verður ekki með KR gegn Fylki í Pepsi-deildinni á fimmtudag eða gegn ÍBV á í Borgunarbikarnum á mánudag og þá er óvissa um hvort að hann geti spilað í Keflavík á fimmtudaginn eftir rúma viku.

„Ég er með einhverja smá rifu í liðbandinu. Það er alltaf sagt að það taki 4-6 vikur en ég er ekki að fara að vera meiddur í 4-6 vikur, ég hef ekki tíma í það. Ég verð ekki með í næstu 2-3 leikjum allavega. Ég fæ bestu fáanlegu meðferðina fram yfir helgi og síðan verð ég að vera duglegur sjálfur," sagði Kjartan við Fótbolta.net en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×