Innlent

Stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar svarar til saka

MH og JHH skrifar
Verjendur sakborninganna í dómssal.
Verjendur sakborninganna í dómssal. mynd/ mh.
Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, segist engar ákvarðanir hafa tekið um lánveitingar sjóðsins. Þessu svaraði hún þegar saksóknari spurði hana út í lánveitingar sjóðsins upp á 320 milljónir til Kópavogsbæjar í byrjun október á árinu 2009. Saksóknari telur að þessar lánveitingar hafi verið ólöglegar. Sigrún Ágústa svaraði því til að stjórn sjóðsins hafi ráðið för.

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar hófst rétt eftir klukkan eitt með því að Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins, gaf skýrslu.

Hinir ákærðu í málinu eru Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingar, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Að auki er Sigrún Ágústa ákærð.

Málið snýst um lánveitingar til bæjarfélagsins Kópavogs sem námu 500 til 600 milljónum króna þegar mest lét. Hlutfall lánveitinga af eignum sjóðsins fór allt upp í tuttugu prósent en leyfilegt hámark samkvæmt lögum er tíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×