Íslenski boltinn

Fimm mega spila á fimmtudag en fara í bann í næsta leik eftir það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Henry Ivor Baldock, til vinstri, er búinn að fá ófá spjöldin í sumar.
George Henry Ivor Baldock, til vinstri, er búinn að fá ófá spjöldin í sumar. Mynd/Daníel
Aga og úrskurðarnefnd KSÍ er búin að senda frá vikulegan úrskurð sinn og þar kemur fram að fimm leikmenn úr Pepsi-deild karla eru á leiðinni í leikbann vegna of margra gulra spjalda auk þess að Blikinn Ingvar Þór Kale er þegar búinn að taka út sitt bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í bikarleik á móti KR.

Bannið hjá hinum fimm tekur ekki gildi fyrr en á föstudaginn og því geta þessir umræddu leikmenn spilað með sínum liðum í 10. umferðinni á fimmtudagskvöldið.

Eyjamaðurinn George Henry Ivor Baldock er búinn að fá sjö gul spjöld í sumar en hinir eru að fá leikbann fyrir fjögur gul spjöld.

KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason er reyndar meiddur og verður ekki með í næstu leikjum og hann hefði því aldrei spilað næstu tvo leiki KR-liðsins ef hann væri ekki á leið í bann.

Þessir eru á leið í bann í Pepsi-deild karla:

Ingvar Þór Kale, Breiðabliki - vegna brottvísunar 26. júní (búinn að taka það út)

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylki - vegna 4 áminninga

George Baldock, ÍBV - vegna 7 áminninga

Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV - vegna 4 áminninga

Frans Elvarsson, Keflavík - vegna 4 áminninga

Kjartan Henry Finnbogason, KR - vegna 4 áminninga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×