Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun 23. janúar 2012 06:00 Tannlæknar hafa varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira