Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun 23. janúar 2012 06:00 Tannlæknar hafa varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira