Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun 23. janúar 2012 06:00 Tannlæknar hafa varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira