Innlent

Fá aðgang að trúnaðargögnum

Fyrrverandi ríkisendurskoðandi er sestur í nefnd sérfræðinga sem eiga að fara yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Fyrrverandi ríkisendurskoðandi er sestur í nefnd sérfræðinga sem eiga að fara yfir stjórnsýslu borgarinnar. Fréttablaðið/GVA
Borgarráð skipaði á fimmtudag þriggja manna úttektarnefnd til að skoða stjórnsýsluna og stjórnkerfið í borginni í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Úttektarnefndin er skipuð nú í kjölfar samþykktar rúmlega eins árs gamallar samþykktar borgarráðs um að skipa nefnd óháðra sérfræðinga sem auk þess að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkur í ljósi niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á að draga fram lærdóma og leggja fram tillögur að breytingum.

„Borgarráð leggur áherslu á að nefndin fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum í fórum Reykjavíkurborgar, þar með töldum trúnaðargögnum og sé jafnframt heimilt að kalla fyrir sig aðila í stjórnkerfi borgarinnar,“ segir í bókun borgarráðs á fimmtudag.

Nefndin skal gera ráðstafanir til að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál ef grunur vaknar við úttekt nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum,“ segir borgarráð.

Nefndarmenn eru Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, prófessor í skipulagsfræðum, Sesselja Árnadóttir lögmaður og Sigurður Þórðason, fyrrverandi ríkisendurskoðandi.

Gert er ráð fyrir sjálfstæðri úttekt á Orkuveitunni í kjölfar rekstrarúttektar sem staðið hefur yfir. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×