Erlent

Með forskot á Sarkozy

François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins.
François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins. mynd/afp
François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins, hefur 3,5 prósentustiga forskot á Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna, sem er á morgun sunnudag, er nú lokið. Talið er að þetta bil hækki í 12 prósentustig í síðari umferðinni.

Talið er nær öruggt að þeir Hollande og Sarkozy mætist í síðari umferðinni hinn 6. maí næstkomandi, en það gera þeir tveir frambjóðendur sem bestum árangri ná í fyrri umferðinni á morgun.

Lögum samkvæmt lauk formlegri kosningabaráttu í gær. Nicolas Sarkozy hélt í gær tilfinningaþrungna ræðu fyrir stuðningsmenn sína í borginni Nice þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði bjargað bankakerfi Frakklands haustið 2008 án þess að eyða einu senti, að því er fram kemur í Financial Times.

Forsetakosningarnar í Frakklandi skipta miklu máli fyrir alla Evrópu, þar sem Frakkland er eitt öflugasta ríkið í Evrópusambandinu. Sarkozy hefur verið einn helst arkitektinn að viðbrögðum Evrópuríkja við fjármálakrísunni ásamt Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Mikill stuðningur við Francois Hollande hefur valdið óróa á fjármálamörkuðum þar sem hann hefur lýst því yfir að að hann vilja leysa upp fjármálastöðugleikasáttmála sem náðist meðal ríkjanna á evrusvæðinu fyrr í vetur. Ef Hollande nær kjöri verður hann fyrsti forseti franskra sósíalista frá 1995.

Í kosningabaráttunni hefur Hollande færst enn lengra til vinstri til að ná fylgi af frambjóðendum á jaðrinum eins og Jean-Luc Mélenchon, en Hollande hefur meðal annars lagt til hækkun lágmarkslauna. Þetta hefur orðið tilefni til nokkurrar gagnrýni frá Sarkozy sem sagði þennan keppinaut sinn vera gísl andstæðinga sinna.

Skoðanakönnuns em birtist í Le Monde í gær sýndi Hollande með 3,5 prósentustiga forskot fyrir kosningarnar á morgun sem myndi síðan breikka í 12 prósentustig í síðari umferðinni hinn 6. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×