Er maturinn nógu góður fyrir börnin - bæjarstjórinn boðar úttekt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 12:10 Mötuneyti. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Úttekt verður gerð á matvælum sem börnum og kennurum í grunnskólum Hafnarfjarðar stendur til boða og hefur bæjarstjóra jafnframt verið falið að gera samanburð á fyrirkomulagi mötuneytismála hjá öðrum sveitarfélögum. Í Fréttablaðinu í gær sagði félag grunnskólakennara í Hafnarfirði bæjarstarfsmönnum vera mismunað varðandi hádegismat, þar sem kennarar þyrftu að bíða í röð með nemendum eftir mat sem miðaður er við bragðlauka barna meðan á bæjarskrifstofunni væri tvíréttaður matseðill alla daga og mun fjölbreyttari en sá sem stendur kennurum til boða. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri sendi bréf til félagsins í fyrradag þar sem aðilar sem tengjast málinu voru boðaðir á fund til að fjalla um fyrirkomulag mötuneytismála í grunnskólum bæjarins og tók bæjarstjórnin undir þau áform í gær. „Svo bætir bæjarstjórn líka við því að bæjarstjóra sé falið að kalla eftir upplýsingum um fyrirkomulag mötuneytismála almennt í sveitarfélögum," segir Guðrún Ágústa. Einnig hefur verið ákveðið að láta óháðan aðila gera úttekt á öllum matvælum sem börnum og kennurum í grunnskólum bæjarins stendur til boða en mikil umræða skapaðist í gær eftir að félag grunnskólakennara greindi frá óánægju sinni í fjölmiðlum og veltu margir fyrir sér hvort að maturinn væri hreinlega nægilega góður fyrir börnin. „Mér skilst nú reyndar að það hafi líka komið svo umræða fram að það væri ekki beint verið að gagnrýna matinn sjálfan heldur þetta fyrikomulag á því hvernig kennarar fara í sama mötuneyti og nemendur og sæki sér mat og þvíumlíkt. En auðvitað skiptir máli að maturinn sé góður og uppfylli öll skilyrði og þá meina ég skilyrði eins og ábendingar Lýðheilsustofnunar og manneldismarkmið og annað slíkt og það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða," segir Guðrún Ágústa að lokum. Tengdar fréttir Kennarar leiðir á skólabjúgum Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði segir bæinn mismuna starfsmönnum. Á bæjarskrifstofunni sé tvíréttað í hádeginu en kennarar bíði í röð með nemendum til að fá mat miðaðan við bragðlauka barna. 6. nóvember 2012 07:00 Bæjarstjórinn boðar úttekt á skólafæðinu Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að úttekt verði gerð á gæðum matar í skólum bæjarins. Framkvæmdastjóri Skólamatar segir máltíðir þaðan hollar. Kennarar segja matinn í lagi en vilja jafnræði og næði frá nemendunum á matartímum. 7. nóvember 2012 07:00 Bragðlaukar barna Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“. 7. nóvember 2012 06:00 Matarslagur í Hafnarfirði: "Við erum stolt af matnum okkar“ „Ég fagna umræðu um skólamáltíðirnar," segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., sem sér um að elda mat fyrir grunnskólanemendur, kennara og bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði. Stjórn félags grunnskólakennara í Hafnarfirði er ósátt við ákveðinn tvískinnung sem viðgengst hjá bænum eins og Fréttablaðið greindi frá í dag. 6. nóvember 2012 15:40 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Úttekt verður gerð á matvælum sem börnum og kennurum í grunnskólum Hafnarfjarðar stendur til boða og hefur bæjarstjóra jafnframt verið falið að gera samanburð á fyrirkomulagi mötuneytismála hjá öðrum sveitarfélögum. Í Fréttablaðinu í gær sagði félag grunnskólakennara í Hafnarfirði bæjarstarfsmönnum vera mismunað varðandi hádegismat, þar sem kennarar þyrftu að bíða í röð með nemendum eftir mat sem miðaður er við bragðlauka barna meðan á bæjarskrifstofunni væri tvíréttaður matseðill alla daga og mun fjölbreyttari en sá sem stendur kennurum til boða. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri sendi bréf til félagsins í fyrradag þar sem aðilar sem tengjast málinu voru boðaðir á fund til að fjalla um fyrirkomulag mötuneytismála í grunnskólum bæjarins og tók bæjarstjórnin undir þau áform í gær. „Svo bætir bæjarstjórn líka við því að bæjarstjóra sé falið að kalla eftir upplýsingum um fyrirkomulag mötuneytismála almennt í sveitarfélögum," segir Guðrún Ágústa. Einnig hefur verið ákveðið að láta óháðan aðila gera úttekt á öllum matvælum sem börnum og kennurum í grunnskólum bæjarins stendur til boða en mikil umræða skapaðist í gær eftir að félag grunnskólakennara greindi frá óánægju sinni í fjölmiðlum og veltu margir fyrir sér hvort að maturinn væri hreinlega nægilega góður fyrir börnin. „Mér skilst nú reyndar að það hafi líka komið svo umræða fram að það væri ekki beint verið að gagnrýna matinn sjálfan heldur þetta fyrikomulag á því hvernig kennarar fara í sama mötuneyti og nemendur og sæki sér mat og þvíumlíkt. En auðvitað skiptir máli að maturinn sé góður og uppfylli öll skilyrði og þá meina ég skilyrði eins og ábendingar Lýðheilsustofnunar og manneldismarkmið og annað slíkt og það er náttúrulega það sem við þurfum að skoða," segir Guðrún Ágústa að lokum.
Tengdar fréttir Kennarar leiðir á skólabjúgum Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði segir bæinn mismuna starfsmönnum. Á bæjarskrifstofunni sé tvíréttað í hádeginu en kennarar bíði í röð með nemendum til að fá mat miðaðan við bragðlauka barna. 6. nóvember 2012 07:00 Bæjarstjórinn boðar úttekt á skólafæðinu Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að úttekt verði gerð á gæðum matar í skólum bæjarins. Framkvæmdastjóri Skólamatar segir máltíðir þaðan hollar. Kennarar segja matinn í lagi en vilja jafnræði og næði frá nemendunum á matartímum. 7. nóvember 2012 07:00 Bragðlaukar barna Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“. 7. nóvember 2012 06:00 Matarslagur í Hafnarfirði: "Við erum stolt af matnum okkar“ „Ég fagna umræðu um skólamáltíðirnar," segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., sem sér um að elda mat fyrir grunnskólanemendur, kennara og bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði. Stjórn félags grunnskólakennara í Hafnarfirði er ósátt við ákveðinn tvískinnung sem viðgengst hjá bænum eins og Fréttablaðið greindi frá í dag. 6. nóvember 2012 15:40 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Kennarar leiðir á skólabjúgum Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði segir bæinn mismuna starfsmönnum. Á bæjarskrifstofunni sé tvíréttað í hádeginu en kennarar bíði í röð með nemendum til að fá mat miðaðan við bragðlauka barna. 6. nóvember 2012 07:00
Bæjarstjórinn boðar úttekt á skólafæðinu Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að úttekt verði gerð á gæðum matar í skólum bæjarins. Framkvæmdastjóri Skólamatar segir máltíðir þaðan hollar. Kennarar segja matinn í lagi en vilja jafnræði og næði frá nemendunum á matartímum. 7. nóvember 2012 07:00
Bragðlaukar barna Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“. 7. nóvember 2012 06:00
Matarslagur í Hafnarfirði: "Við erum stolt af matnum okkar“ „Ég fagna umræðu um skólamáltíðirnar," segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf., sem sér um að elda mat fyrir grunnskólanemendur, kennara og bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði. Stjórn félags grunnskólakennara í Hafnarfirði er ósátt við ákveðinn tvískinnung sem viðgengst hjá bænum eins og Fréttablaðið greindi frá í dag. 6. nóvember 2012 15:40