Erlent

Vísbendingar um stuðning við stjórnarskrána

BBI skrifar
Mynd/AFP
Talning á atkvæðum stendur nú yfir eftir atkvæðagreiðsluna í Egyptalandi í gær, en þar var kosið um drög að nýrri stjórnarskrá. Fyrstu vísbendingar benda til þess að meirihluti hafi stutt stjórnarskrána en opinberrar niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í næstu viku.

Einungis var spurt hvort Egyptar styddu stjórnarskrána eða ekki. Það var ekki öll þjóðin sem greiddi atkvæði í gær heldur aðeins ákveðin héruð. Síðari hluti atkvæðagreiðslunnar fer fram um næstu helgi. Ákveðnir hópar hafa lýst áhyggjum sínum af því að niðurstaðan úr þessum fyrri hluta kosninganna muni hafa áhrif á kjósendur um næstu helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×