Íslenski boltinn

Kári gæti spilað á þriðjudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári er hér nýbúinn að stýra knettinum í netið gegn Norðmönnum í gær.
Kári er hér nýbúinn að stýra knettinum í netið gegn Norðmönnum í gær. Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið lenti nú í kvöld á flugvellinum í Larnaca á Kýpur eftir langt ferðalag. Kári Árnason var með í för.

En er óvíst með þátttöku hans í leik Íslands og Kýpur á þriðjudaginn en þó er ekki útilokað að hann verði með. Hann fór af velli snemma í síðari hálfleik gegn Noregi í gær eftir að hafa meiðst á ökkla.

Landsliðið millilenti í London áður en lagt var í fjögurra tíma flugferð til Kýpurs. Liðið mun nú hafa tvo daga til að undirbúa sig en leikurinn hefst klukkan 17.00 á þriðjudaginn.

Kýpverjar töpuðu fyrsta leik sínum í riðlinum en þeir mættu Albönum á útivelli. Leiknum lyktaði með 3-1 sigri Albana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×