Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Markahæstur Jón Daði er markahæstur Selfyssinga í efstu deild í sumar með fimm mörk.Fréttablaðið/Ernir Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. Selfyssingar léku einnig í efstu deild, í fyrsta skipti, sumarið 2010. Eftir góða byrjun fataðist liðinu flugið og féll úr deildinni. „Mér finnst liðið núna töluvert sterkara en 2010. Þá fórum við þetta nánast aðeins á heimamönnum sem virkaði því miður ekki. Reynsluleysi blandaðist inn í það og menn ekki í besta forminu. Nú er meiri fagmennska í liðinu. Við stöndum saman, æfum aukalega og menn hugsa betur um sig," segir Jón Daði sem hefur hlotið mikið lof fyrir sína frammistöðu í sumar. Hann viðurkennir að önnur félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. „Ég myndi aldrei fara í annað íslenskt félag á miðju tímabili. Mér fyndist það óvirðing og myndi aldrei skipta fyrr en að tímabilinu loknu. Ef áhuginn væri erlendis frá væri ég hins vegar alltaf opinn fyrir því," segir Jón Daði sem á ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið Selfyssinga hefur verið töluvert í umræðunni vegna fjölda útlendinga í herbúðum sínum. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá Jóni Daða. „Við erum ekki að fá bara einhverja leikmenn til okkar. Þetta eru frábærir karakterar og Norðmennirnir eru sem dæmi farnir að tala reiprennandi íslensku. Ég hef fulla trú á að við getum bætt stöðu okkar. Mér finnst Selfossliðið miklu sterkara en við höfum sýnt."Lið 15. umferðar Markvörður: Sigmar Ingi Sigurðarson, Breiðabliki Varnarmenn: Matt Garner, ÍBV Guðmann Þórisson, FH Almarr Ormarsson, Fram Miðjumenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Bjarki Gunnlaugsson, FH Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA Jón Daði Böðvarsson, Selfoss Sóknarmenn: Víðir Þorvarðarson, ÍBV Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur Pape Mamadou Faye, Grindavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar. Selfyssingar léku einnig í efstu deild, í fyrsta skipti, sumarið 2010. Eftir góða byrjun fataðist liðinu flugið og féll úr deildinni. „Mér finnst liðið núna töluvert sterkara en 2010. Þá fórum við þetta nánast aðeins á heimamönnum sem virkaði því miður ekki. Reynsluleysi blandaðist inn í það og menn ekki í besta forminu. Nú er meiri fagmennska í liðinu. Við stöndum saman, æfum aukalega og menn hugsa betur um sig," segir Jón Daði sem hefur hlotið mikið lof fyrir sína frammistöðu í sumar. Hann viðurkennir að önnur félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. „Ég myndi aldrei fara í annað íslenskt félag á miðju tímabili. Mér fyndist það óvirðing og myndi aldrei skipta fyrr en að tímabilinu loknu. Ef áhuginn væri erlendis frá væri ég hins vegar alltaf opinn fyrir því," segir Jón Daði sem á ár eftir af samningi sínum við félagið. Lið Selfyssinga hefur verið töluvert í umræðunni vegna fjölda útlendinga í herbúðum sínum. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá Jóni Daða. „Við erum ekki að fá bara einhverja leikmenn til okkar. Þetta eru frábærir karakterar og Norðmennirnir eru sem dæmi farnir að tala reiprennandi íslensku. Ég hef fulla trú á að við getum bætt stöðu okkar. Mér finnst Selfossliðið miklu sterkara en við höfum sýnt."Lið 15. umferðar Markvörður: Sigmar Ingi Sigurðarson, Breiðabliki Varnarmenn: Matt Garner, ÍBV Guðmann Þórisson, FH Almarr Ormarsson, Fram Miðjumenn: Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Bjarki Gunnlaugsson, FH Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA Jón Daði Böðvarsson, Selfoss Sóknarmenn: Víðir Þorvarðarson, ÍBV Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur Pape Mamadou Faye, Grindavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira