Innlent

Segir sænsku leiðina ekki virka

Karen Kjartansdóttir skrifar
Snorri Magnússon
Snorri Magnússon
Formaður Landssambands lögreglumanna telur sænsku leiðina ekki virka eins og henni var ætlað. Hann hvetur til þess að löggjöfin verði endurskoðuð og annarra leiða til að taka á vanda sem fylgir vændi verði leitað.

Svokölluð sænska leið sem innleidd var í lög hér á landi fyrir þremur árum og gerir kaup á vændi refsiverð hefur verið til gagnrýni víða að undanförnu.

Í nýrri skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem farið er fyrir áhrif laga á útbreiðslu HIV-veirunnar segir að lögin virki ekki eins og þeim var ætlað.

Þá segir í skýrslunni að nær ógjörningur sé að sanna lögbrot eins og sænska leiðin geri ráð fyrir því vændisfólkið sé nær alltaf óviljugt að vitna gegn þeim sem kaupir vændi. Einnig er fullyrt að munur sé á mansali og vændi en sænska leiðin gerir ekki ráð fyrir því.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að lögregla eigi mjög erfitt með að rannsaka þessi mál.

„Ég held það verði að skoða þessi mál heildstæðara en gert hefur verið hingað til og leita þá jafnvel annarra lausna til að vinna bug á þessum vanda og skilgreina hann betur en gert hefur verið," segir Snorri.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auðveldara yrði að vinna að þessum málum ef hægt væri að mynda aukið traust á milli lögreglumanna og vændisfólks.

Við teljum að þetta sé ekki rétta aðferðin til að vinna bug á þessu, það þarf að vinna traust milli lögreglu og þeirra sem eru í þessu. Þannig er hægt að kortleggja vandann og greina leiðir til úrbróta," segir hann.

Hér má finna skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.