Innlent

Snædrekinn kominn til Reykjavíkur

BBI skrifar
Mynd/RANNÍS
Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun.

Skipið hefur síðustu mánuði verið á leið til Íslands. Siglt frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri norðausturleið, sem er siglingaleið sem liggur meðfram Rússlandi og Noregi og mun að líkindum opnast á næstunni. Snædrekin verður hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda dagana 16. - 20. ágúst.

Fjöldi vísindamanna var um borð í leiðangrinum og fóru fram ýmsar rannsóknir á leiðinni. Tveir íslenskir vísindamenn voru um borð.

Snædrekinn er stærsti ísbrjótur heims sem ekki er kjarnorkuknúinn. Hann er 167 metra langur og getur siglt á 18 mílum. Skipið verður opið almenningi laugardaginn næsta frá klukkan 11-16 við Skarfabakka í Sundahöfn. Föstudaginn 17. ágúst standa Háskóli Íslands og RANNÍS fyrir opnu málþingi um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Norður-Íshaf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.