Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Asberbaídsjan 1-2 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 5. júní 2012 17:48 Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira