Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Asberbaídsjan 1-2 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 5. júní 2012 17:48 Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira