Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Asberbaídsjan 1-2 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 5. júní 2012 17:48 Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Asberbaídsjan bar sigur úr býtum gegn Íslandi, 2-1, í kvöld í undankeppni EM 2013 U-21 en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Björn Bergmann Sigurðarson gerði eina mark Íslendinga í leiknum. Íslendingar voru sterkir á upphafsmínútunum og greinilega vel stemmdir. Heimamenn blésu strax til sóknar og pressuðu vel á Aserana. Björn Bergmann Sigurðarson var frábær í fyrri hálfleiknum og sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif. Eftir tæplega tuttugu mínútna leik náðu Íslendingar að komast yfir með fínu marki frá Birni Bergmanni en hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Fimm mínútum síðar fengu gestirnir dæmda vítaspyrnu þegar Kristinn Steindórsson braut á sóknarmanni Asera innan vítateigs. Mirmuseyn Seyidov fór á punktinn fyrir gestina en Árni Snær Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna meistaralega. Staðan var 1-0 fyrir Íslandi í hálfleik. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mikið mun betur og ætluðu sér greinilega að jafna metinn sem fyrst. Aserar voru skipulagði og pressuðu Íslendinga hátt upp á völlinn. Jöfnunarmarkið stóð þó nokkuð lengi á sér en það kom að lokum fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Araz Abdullayev fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og hamraði honum í netið, alveg óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu. Allt leit út fyrir að um jafntefli væri að ræða og liðið virtust ætla sættast á það. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma gerði Hörður Björgvin Magnússon sig sekan um skelfileg varnarmistök og Javid Imamverdi, leikmaður Asera, slapp einn í gegnum vörn Íslands. Imamverdi var yfirvegaður og lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í markinu. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Asera og Ísland því enn í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig. Asberbaídsjan eru með sjö stig eftir sigurinn. Eyjólfur: Saga okkar í þessari undankeppnimynd/vilhelm„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið í kvöld. „Þetta er í raun okkar keppni í hnotskurn, heppnin hefur ekki verið með okkur. Við fengum fullt af færum en það vantaði bara að klára þau." „Við vorum bara hreinlega of æstir á köflum í staðinn fyrir að vera skynsamir og láta boltann ganga." „Við reyndum allt of mikið að spila okkur í gegnum vörn þeirra í stað þess að koma með þversendingar inn fyrir vörn þeirra, en þá fengum við langflest færin okkar." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Björn Bergmann: Við erum langbesta liðið í þessum riðliMynd/vilhelm„Þetta er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn." „Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim." „Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið." Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil. „Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira