Innlent

Laumufarþegi gómaður

Gissur Sigurðsson skrifar
Fimm karlmenn, líklega allir hælisleitendur, reyndu að lauma sér um borð í Reykjafoss í Sundahöfn laust fyrir miðnæti, en skipið var að leggja af stað vestur um haf. Lögregla var kvödd á vettvang og náði einum, en hinir komust undan.

Hann var skilríkjalaus en með nesti og vatn á sér, til ferðarinnar. Hann er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag með aðstoð túlks. Ekkert er frekar vitað um ferðir hinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×