Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2025 11:44 Eitt þriggja mála sem náttúruverndarsamtök sem fá styrk frá ríkinu höfðaði var vegna Suðurnesjalínu 2. Landsnet Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði Alþingi skýrslu um málaferli gegn orkufyrirtækjum og styrki til málsaðila í gær. Ráðuneytið hefur um árabil styrkt umhverfissamtök á grundvelli Árósarsamningsins svonefnda sem kveður meðal annars á um að þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins með Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í fararbroddi óskaði eftir skýrslunni. Hún átti meðal annars að svara hvort félagasamtök hefðu átt aðild að málarekstri gegn opinberum eða einkareiknum orkufyrirtækjum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sjálfur umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra þegar ráðuneytið veitti Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands rekstrarstyrk á sama tíma og þau höfðuðu mál vegna Suðurnesjalínu 2.Vísir/Vilhelm Sögðu þingmennirnir að upplýsa yrði hvort og að hvaða leyti opinberir styrkir kynnu að hafa verið nýttir beint eða óbeint til að kosta málarekstur gegn uppbyggingu þess sem þeir kölluðu nauðsynlega innviða á borð við virkjunarframkvæmdi og dreifikerfi raforku. Markmið þeirra væri meðal annars að tryggt yrði að fjárstuðningur ríkisins samræmdist markmiðum um uppbyggingu sjálfbærrar orkunýtingar og velferð þjóðarinnar. Öll málin vegna flutningskerfisins Þrjú dómsmál komu í ljós við yfirferð ráðuneytisins yfir vefsíður dómstólanna þar sem samtök sem nutu ríkisstyrkja á þeim tíma stóðu að. Þau beindust öll að flutningsfyrirtækinu Landsneti. Landvernd höfðaði tvö málanna. Það fyrra snerist um kerfisáætlun Landsnet. Fyrirtækið var sýknað í héraði og Hæstiréttur vísaði málinu svo frá árið 2016. Í seinna málinu krafðist Landvernd ógildingar framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröfulínu. Það mál hlaut sömu lyktir árið 2017. Þriðja málið var kærumál Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Landsréttur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndir sem gaf grænt ljós á framkvæmdina í fyrra. Háspennulínur Landsnets í Kröflulínu.Landsnet Saman fengu samtökin þrjú sem stóðu að málunum þremur 16,8 milljónir króna í rekstrarstyrki frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á meðan á málarekstrinum stóð samkvæmt skýrslu ráðherrans. Landvernd fékk 14,5 milljónir samtals árin 2015 til 2017, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 1,1 milljónir frá 2023 til 2024 og Hraunavinir hálfa milljón króna í ár. Ráðuneytið sagðist hins vegar ekki geta svarað því hvort eða að hvaða leyti styrkirnir hefðu fjármagnað málaferlin. Benti það á að hvorki væri kveðið á um í úthlutunarreglum styrkjanna í hvað né í hvað þeir eigi ekki að fara. Þurfi að tryggja að fólki sé ekki refsað fyrir að leita réttar síns Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í greinargerð sinni með skýrslubeiðninni að málarekstur samtaka og einstaklinga fyrir dómstólum hefði haft mikil áhrif á framkvæmdir sem væri ætlað að stuðla að uppbyggingu mikilvægra innviða í sjálfbærri orkunýtingu. Það væri orðið venja að mál væru höfðuð við hvert skref slíkra framkvæmda. Ráðuneytið áréttaði í skýrslunni að íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósarsamninginn. Með honum væri ríkið skuldbundið til þess að ábyrgjast þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá bæri ríkjum sem ættu aðild að samningnum að styðja samtök sem ynnu að umhverfisvernd. Ákvæði samningsins kvæðu á um að ríki ættu að tryggja að einstaklingum sem héldu fram rétti sínum yrði ekki refsað, þeir sóttir til saka eða áreittir á annan hátt vegna afskipta sinna. Það ákvæði hafi verið talið ná til einstaklinga sem störfuðu í gegnum umhverfisverndarsamtök. Alþingi Félagasamtök Umhverfismál Orkumál Dómsmál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði Alþingi skýrslu um málaferli gegn orkufyrirtækjum og styrki til málsaðila í gær. Ráðuneytið hefur um árabil styrkt umhverfissamtök á grundvelli Árósarsamningsins svonefnda sem kveður meðal annars á um að þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins með Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í fararbroddi óskaði eftir skýrslunni. Hún átti meðal annars að svara hvort félagasamtök hefðu átt aðild að málarekstri gegn opinberum eða einkareiknum orkufyrirtækjum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sjálfur umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra þegar ráðuneytið veitti Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands rekstrarstyrk á sama tíma og þau höfðuðu mál vegna Suðurnesjalínu 2.Vísir/Vilhelm Sögðu þingmennirnir að upplýsa yrði hvort og að hvaða leyti opinberir styrkir kynnu að hafa verið nýttir beint eða óbeint til að kosta málarekstur gegn uppbyggingu þess sem þeir kölluðu nauðsynlega innviða á borð við virkjunarframkvæmdi og dreifikerfi raforku. Markmið þeirra væri meðal annars að tryggt yrði að fjárstuðningur ríkisins samræmdist markmiðum um uppbyggingu sjálfbærrar orkunýtingar og velferð þjóðarinnar. Öll málin vegna flutningskerfisins Þrjú dómsmál komu í ljós við yfirferð ráðuneytisins yfir vefsíður dómstólanna þar sem samtök sem nutu ríkisstyrkja á þeim tíma stóðu að. Þau beindust öll að flutningsfyrirtækinu Landsneti. Landvernd höfðaði tvö málanna. Það fyrra snerist um kerfisáætlun Landsnet. Fyrirtækið var sýknað í héraði og Hæstiréttur vísaði málinu svo frá árið 2016. Í seinna málinu krafðist Landvernd ógildingar framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröfulínu. Það mál hlaut sömu lyktir árið 2017. Þriðja málið var kærumál Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2. Landsréttur staðfesti niðurstöðu úrskurðarnefndir sem gaf grænt ljós á framkvæmdina í fyrra. Háspennulínur Landsnets í Kröflulínu.Landsnet Saman fengu samtökin þrjú sem stóðu að málunum þremur 16,8 milljónir króna í rekstrarstyrki frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á meðan á málarekstrinum stóð samkvæmt skýrslu ráðherrans. Landvernd fékk 14,5 milljónir samtals árin 2015 til 2017, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands 1,1 milljónir frá 2023 til 2024 og Hraunavinir hálfa milljón króna í ár. Ráðuneytið sagðist hins vegar ekki geta svarað því hvort eða að hvaða leyti styrkirnir hefðu fjármagnað málaferlin. Benti það á að hvorki væri kveðið á um í úthlutunarreglum styrkjanna í hvað né í hvað þeir eigi ekki að fara. Þurfi að tryggja að fólki sé ekki refsað fyrir að leita réttar síns Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í greinargerð sinni með skýrslubeiðninni að málarekstur samtaka og einstaklinga fyrir dómstólum hefði haft mikil áhrif á framkvæmdir sem væri ætlað að stuðla að uppbyggingu mikilvægra innviða í sjálfbærri orkunýtingu. Það væri orðið venja að mál væru höfðuð við hvert skref slíkra framkvæmda. Ráðuneytið áréttaði í skýrslunni að íslensk stjórnvöld hefðu fullgilt Árósarsamninginn. Með honum væri ríkið skuldbundið til þess að ábyrgjast þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð. Þá bæri ríkjum sem ættu aðild að samningnum að styðja samtök sem ynnu að umhverfisvernd. Ákvæði samningsins kvæðu á um að ríki ættu að tryggja að einstaklingum sem héldu fram rétti sínum yrði ekki refsað, þeir sóttir til saka eða áreittir á annan hátt vegna afskipta sinna. Það ákvæði hafi verið talið ná til einstaklinga sem störfuðu í gegnum umhverfisverndarsamtök.
Alþingi Félagasamtök Umhverfismál Orkumál Dómsmál Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent