Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍA 2-0 Benedikt Grétarson á Laugardalsvelli skrifar 5. júlí 2012 12:50 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur gegn ÍA í kvöld. Leikurinn bar þess merki að liðin hafa verið í basli og baráttan bar fegurðina ofurliði löngum stundum. Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 18.mínútu með fínu skoti fyrir utan teig og Sveinbjörn Jónasson bætti við öðru marki á 54.mínútu eftir slæm mistök í vörn Skagamanna. Leikurinn var ágætlega leikinn fram að seinna markinu en koðnaði niður eftir það. Framarar áttu góðan dag og börðust vel frá aftasta til fremsta manns. Sveinbjörn og Lennon reyndust ÍA erfiðir og Hlynur Atli átti flottan leik djúpur á miðjunni. Það er ljóst að Safamýrarpiltar rífa sig frá botnbaráttunni með slíkum frammistöðum. Skagamenn áttu ekki góðan dag að þessu sinni og virkuðu sem rotaðir eftir annað mark Framara. Miðverðirnir Kári Ársælsson og Ármann Smári Björnsson virkuðu stressaðir og Garðar Gunnlaugsson var einfaldlega slakur í framlínunni. Liðið var að berjast ágætlega en vantaði miklu meira bit fram á við. Þórður Þórðarson: Seinna markið rotaði okkurÞórður þjálfari var eini Skagamaðurinn sem gaf kost á viðtali eftir leikinn „Mér fannst flott stemming í liðinu fyrir leik og þetta eru því mikil vonbrigði. Strákarnir eru niðurdregnir en annað markið rotaði liðið gjörsamlega.“ Þórður er þó ekki búinn að leggja árar í bát „Við erum með 14 stig eftir 10 leiki og það er bara ágætt að mínu mati. Við vissum svo sem að þær bjartsýnisraddir sem voru byrjaðar að gæla við titilinn, væru óraunhæfar og við erum þrátt fyrir allt á ágætum stað í deildinni.“ Sveinbjörn Jónasson: Gott að sjá Todda brosaSveinbjörn Jónasson átti fínan leik í dag og var sáttur eftir leikinn „Við vorum að spila ágætlega í síðasta leik þó að hann hafi tapast og við hættum aldrei að hafa trú á okkur.“ Sveinbjörn gaf ekki mikið fyrir óánægjuraddir í kringum liðið „Við erum ekkert að lesa einhverjar spjallsíður og vitum alveg hvað við getum. Það er líka fínt að sjá Todda brosa eftir leik eins og hann gerir svo oft eftir æfingar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur gegn ÍA í kvöld. Leikurinn bar þess merki að liðin hafa verið í basli og baráttan bar fegurðina ofurliði löngum stundum. Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 18.mínútu með fínu skoti fyrir utan teig og Sveinbjörn Jónasson bætti við öðru marki á 54.mínútu eftir slæm mistök í vörn Skagamanna. Leikurinn var ágætlega leikinn fram að seinna markinu en koðnaði niður eftir það. Framarar áttu góðan dag og börðust vel frá aftasta til fremsta manns. Sveinbjörn og Lennon reyndust ÍA erfiðir og Hlynur Atli átti flottan leik djúpur á miðjunni. Það er ljóst að Safamýrarpiltar rífa sig frá botnbaráttunni með slíkum frammistöðum. Skagamenn áttu ekki góðan dag að þessu sinni og virkuðu sem rotaðir eftir annað mark Framara. Miðverðirnir Kári Ársælsson og Ármann Smári Björnsson virkuðu stressaðir og Garðar Gunnlaugsson var einfaldlega slakur í framlínunni. Liðið var að berjast ágætlega en vantaði miklu meira bit fram á við. Þórður Þórðarson: Seinna markið rotaði okkurÞórður þjálfari var eini Skagamaðurinn sem gaf kost á viðtali eftir leikinn „Mér fannst flott stemming í liðinu fyrir leik og þetta eru því mikil vonbrigði. Strákarnir eru niðurdregnir en annað markið rotaði liðið gjörsamlega.“ Þórður er þó ekki búinn að leggja árar í bát „Við erum með 14 stig eftir 10 leiki og það er bara ágætt að mínu mati. Við vissum svo sem að þær bjartsýnisraddir sem voru byrjaðar að gæla við titilinn, væru óraunhæfar og við erum þrátt fyrir allt á ágætum stað í deildinni.“ Sveinbjörn Jónasson: Gott að sjá Todda brosaSveinbjörn Jónasson átti fínan leik í dag og var sáttur eftir leikinn „Við vorum að spila ágætlega í síðasta leik þó að hann hafi tapast og við hættum aldrei að hafa trú á okkur.“ Sveinbjörn gaf ekki mikið fyrir óánægjuraddir í kringum liðið „Við erum ekkert að lesa einhverjar spjallsíður og vitum alveg hvað við getum. Það er líka fínt að sjá Todda brosa eftir leik eins og hann gerir svo oft eftir æfingar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira