Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍA 2-0

Benedikt Grétarson á Laugardalsvelli skrifar
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur gegn ÍA í kvöld. Leikurinn bar þess merki að liðin hafa verið í basli og baráttan bar fegurðina ofurliði löngum stundum.

Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 18.mínútu með fínu skoti fyrir utan teig og Sveinbjörn Jónasson bætti við öðru marki á 54.mínútu eftir slæm mistök í vörn Skagamanna. Leikurinn var ágætlega leikinn fram að seinna markinu en koðnaði niður eftir það.

Framarar áttu góðan dag og börðust vel frá aftasta til fremsta manns. Sveinbjörn og Lennon reyndust ÍA erfiðir og Hlynur Atli átti flottan leik djúpur á miðjunni. Það er ljóst að Safamýrarpiltar rífa sig frá botnbaráttunni með slíkum frammistöðum.

Skagamenn áttu ekki góðan dag að þessu sinni og virkuðu sem rotaðir eftir annað mark Framara. Miðverðirnir Kári Ársælsson og Ármann Smári Björnsson virkuðu stressaðir og Garðar Gunnlaugsson var einfaldlega slakur í framlínunni. Liðið var að berjast ágætlega en vantaði miklu meira bit fram á við.

Þórður Þórðarson: Seinna markið rotaði okkurÞórður þjálfari var eini Skagamaðurinn sem gaf kost á viðtali eftir leikinn

„Mér fannst flott stemming í liðinu fyrir leik og þetta eru því mikil vonbrigði. Strákarnir eru niðurdregnir en annað markið rotaði liðið gjörsamlega.“ Þórður er þó ekki búinn að leggja árar í bát

„Við erum með 14 stig eftir 10 leiki og það er bara ágætt að mínu mati. Við vissum svo sem að þær bjartsýnisraddir sem voru byrjaðar að gæla við titilinn, væru óraunhæfar og við erum þrátt fyrir allt á ágætum stað í deildinni.“

Sveinbjörn Jónasson: Gott að sjá Todda brosaSveinbjörn Jónasson átti fínan leik í dag og var sáttur eftir leikinn „Við vorum að spila ágætlega í síðasta leik þó að hann hafi tapast og við hættum aldrei að hafa trú á okkur.“

Sveinbjörn gaf ekki mikið fyrir óánægjuraddir í kringum liðið

„Við erum ekkert að lesa einhverjar spjallsíður og vitum alveg hvað við getum. Það er líka fínt að sjá Todda brosa eftir leik eins og hann gerir svo oft eftir æfingar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×