Björgunarsveitarmenn þurftu að hörfa Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. desember 2012 20:54 Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs. Óveðrið sem gengið hefur yfir landið hefur víða ollið rafmagnsleysi og er Ísafjarðarbær að hluta án rafmagns og þá er einnig heitavatnslaust í bænum. Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavörnum segir að þó veðrið hafi náð hámarki á Vestfjörðum sé þar enn bálhvasst. „Vestast á vestfjörðum er veður svona aðeins farið að ganga niður en er mjög slæmt á flestum stöðum. Það hefur ekki náð hámarki síðan þegar austar og norðar dregur þannig að það er ennþá mjög slæmt veður á norðurlandi," segir Víðir Og hvað rafmagnsleysið varðar segir Víðir: „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á öllum vestfjörðum og hluta Snæfellssness. Afleiðingarnar eru meðal annars að það vantar heitt vatn og síðan það sem við höfum verið að skoða síðustu klukkustundirnar eru áhrifin á fjarskiptakerfin, það eru farsímasendar að detta út og margar mikilvægar miðstöðvar í fastlínukerfinu eru á varaafli sem endist ekki að eilífu. Við erum að vonast til að halda þeim gangandi þannig að við höldum að minnsta kosti landlínukerfinu inni." Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum en ástandið róaðist vestantil þegar líða tók á daginn. Tjónið hefur sem betur fer hvergi verið mjög mikið, helst að þakplötur hafi losnað og rúður brotnað. Sigurjón Sveinsson er formaður björgunarsveitarinnar á Bolungarvík: „Það var strembið í morgun og aftur nú seinni partinn. Bárujárnsplötur hafa verið að fjúka og eitthvað lauslegt," segir Sigurjón. Í dag var snjóflóðahættu aflétt af þremur götum á Patreksfirði og því gátu fimmtíu og tveir íbúar snúið heim aftur í dag. Að sögn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar hefur ekki verið mjög hvasst í bænum en þó fauk upplýsingaskilti Vegagerðarinnar um koll í nótt. Og á bænum Hóli í Önundarfirði stóð bóndinn Jónatan Magnússon í ströngu þegar þak á kálfafjósi hans var við það að hrynja undan snjóþunga. Björgunarsveitin var kölluð til en þurfti frá að hverfa vegna ófærðar. „Ég veit ekki hvað þeir voru búnir að vera lengi, allavega þrjá tíma að harka þetta en síðan þurfti að senda þá til baka. Þetta þýddi ekkert," segir Jónatan.Sp. blm. Og þið hafið fengið einhverja hjálp frá gestum? „Jú, bróðir minn var hérna um jólin og systir mín og fjölskyldan hennar. Það var búið að snjóa um það bil meter í gær og síðan rigndi svolítið í gær. Þá kom mikill þungi á þakið. Ég hef ekki séð þetta svona slæmt síðan 1995" Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs. Óveðrið sem gengið hefur yfir landið hefur víða ollið rafmagnsleysi og er Ísafjarðarbær að hluta án rafmagns og þá er einnig heitavatnslaust í bænum. Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavörnum segir að þó veðrið hafi náð hámarki á Vestfjörðum sé þar enn bálhvasst. „Vestast á vestfjörðum er veður svona aðeins farið að ganga niður en er mjög slæmt á flestum stöðum. Það hefur ekki náð hámarki síðan þegar austar og norðar dregur þannig að það er ennþá mjög slæmt veður á norðurlandi," segir Víðir Og hvað rafmagnsleysið varðar segir Víðir: „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á öllum vestfjörðum og hluta Snæfellssness. Afleiðingarnar eru meðal annars að það vantar heitt vatn og síðan það sem við höfum verið að skoða síðustu klukkustundirnar eru áhrifin á fjarskiptakerfin, það eru farsímasendar að detta út og margar mikilvægar miðstöðvar í fastlínukerfinu eru á varaafli sem endist ekki að eilífu. Við erum að vonast til að halda þeim gangandi þannig að við höldum að minnsta kosti landlínukerfinu inni." Björgunarsveitir hafa víða verið að störfum en ástandið róaðist vestantil þegar líða tók á daginn. Tjónið hefur sem betur fer hvergi verið mjög mikið, helst að þakplötur hafi losnað og rúður brotnað. Sigurjón Sveinsson er formaður björgunarsveitarinnar á Bolungarvík: „Það var strembið í morgun og aftur nú seinni partinn. Bárujárnsplötur hafa verið að fjúka og eitthvað lauslegt," segir Sigurjón. Í dag var snjóflóðahættu aflétt af þremur götum á Patreksfirði og því gátu fimmtíu og tveir íbúar snúið heim aftur í dag. Að sögn Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar hefur ekki verið mjög hvasst í bænum en þó fauk upplýsingaskilti Vegagerðarinnar um koll í nótt. Og á bænum Hóli í Önundarfirði stóð bóndinn Jónatan Magnússon í ströngu þegar þak á kálfafjósi hans var við það að hrynja undan snjóþunga. Björgunarsveitin var kölluð til en þurfti frá að hverfa vegna ófærðar. „Ég veit ekki hvað þeir voru búnir að vera lengi, allavega þrjá tíma að harka þetta en síðan þurfti að senda þá til baka. Þetta þýddi ekkert," segir Jónatan.Sp. blm. Og þið hafið fengið einhverja hjálp frá gestum? „Jú, bróðir minn var hérna um jólin og systir mín og fjölskyldan hennar. Það var búið að snjóa um það bil meter í gær og síðan rigndi svolítið í gær. Þá kom mikill þungi á þakið. Ég hef ekki séð þetta svona slæmt síðan 1995"
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira