Anna Kristín: "Þetta er sigur fyrir konur“ 20. júní 2012 15:40 Anna Kristín Ólafsdóttir „Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01