Íslenski boltinn

Stjörnumenn misstu niður tveggja marka forystu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika í kvöld í 8. umferð Pepsi-deildar karla en stigið nægði FH-ingum til að halda toppsætinu.

Stjörnumenn komust í 2-0 eftir aðeins 24 mínútur en marka-bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson svaraði með tveimur mörkum og bjargaði stigi fyrir Hafnarfjarðarliðið.

FH-ungar eru með eins stigs forskot á KR á toppnum en Stjörnumenn eru í 4. sætinu fjórum stigum frá toppnum.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik FH og Stjörnunnar í Kaplakrikanum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×