Íslenski boltinn

Tryggvi var aðeins í mánaðarlöngu agabanni

Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar
Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson var kominn aftur í leikmannahóp FH í kvöld. Hann hefur verið í agabanni síðan hann braut agareglur á Þjóðhátíð. Miðað við ummæli eftir það var ekki búist við því að hann myndi spila aftur fyrir liðið.

Þjálfarinn, Magnús Gylfason, sagði aftur á móti í kvöld að Tryggvi hefði aðeins verið í mánaðarbanni.

„Upphaflega þegar Tryggvi fór í bann hugsaði ég mér mánaðarbann og fjóra leiki. Ef hann myndi standa sig þá var möguleiki að hann kæmi aftur inn í hópinn. Hann gerði það og æfði vel. Hann er kominn úr banni og tiltækur aftur," sagði Magnús en hefði hann átt að láta Tryggva spila meira en fimm mínútur í kvöld?

"Ég hefði sett hann inn fyrr ef ég hefði vitað að hann hefði skorað. Mér fannst liðið bara vera að spila svo vel er við pressuðum þá að ég setti hann ekki inn. Kannski hefði ég átt að skipta fyrr inn en maður veit aldrei," sagði Magnús um Tryggva og bætti við að Tryggvi myndi spila áfram með liðinu ef hann færi eftir þeim reglum sem væru settar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×