Innlent

Sveppatínsla á Selfossi - stórhættulegt segir lögreglan

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Lögreglan náði mönnunum, sem eru um þrítugt á þessum stað við sveppatínsluna í dag. Þeir voru yfirheyrðir inn í bílnum og sleppt. Hald var lagt á sveppina, sem mennirnir höfðu tínt í poka.
Lögreglan náði mönnunum, sem eru um þrítugt á þessum stað við sveppatínsluna í dag. Þeir voru yfirheyrðir inn í bílnum og sleppt. Hald var lagt á sveppina, sem mennirnir höfðu tínt í poka. mynd/ magnús hlynur hreiðarsson
Lögreglan handtók í gærkvöldi 17 ára ungling sem var við sveppatínslu á Selfossi á opnu svæði en þó nokkuð er um að unglingar séu að tína sveppi í bæjarfélaginu þessa dagana. Þá voru tveir menn um þrítugt teknir nú eftir hádegi fyrir sveppatínslu á sama stað og unglingurinn í gærkvöldi.

Lögreglan segir ólöglegt að tína sveppi og að þeir geti verið stórhættulegir og valdið ofskynjunum. Sveppaneysla er mjög tengd kannabisneyslu ungmenna en sveppirnir eru etnir hráir eða þurrkaðir. Stundum er búið til úr þeim te eða þeirra neytt samhliða öðrum fíkniefnum eða notaðir til að setja út í drykki hjá grandalausum ungmennum.

„Við vörum stórlega við sveppaneyslu og hvetjum alla að vera vel á varðbergi gegn slíkri neyslu," sagði Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Selfossi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×