Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína 9. maí 2012 03:15 Benjamín Netanjahú og Shaul Mofaz Leiðtogar stjórnmálaflokkanna Likud og Kadima hafa nú myndað ríkisstjórn sem hefur meiri þingstyrk en dæmi eru til í ísraelskri stjórnmálasögu. Fréttablaðið/AP Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri ríkisstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðugleika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í september, ári áður en kjörtímabilið rennur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði samþykkt að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórninni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Palestínumenn og „alvarlegar“ viðræður um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hingað til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórninni. Nýja stjórnin verður með 94 þingmenn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórnarandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínumenn. Kadima er upphaflega klofningsflokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáverandi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herforingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri ríkisstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðugleika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í september, ári áður en kjörtímabilið rennur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði samþykkt að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórninni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Palestínumenn og „alvarlegar“ viðræður um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hingað til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórninni. Nýja stjórnin verður með 94 þingmenn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórnarandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínumenn. Kadima er upphaflega klofningsflokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáverandi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herforingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira