Enski boltinn

Cissé dreymir um að spila fyrir Real Madrid

Papiss Cissé hefur heldur betur slegið í gegn í enska boltanum í vetur með Newcastle. Hann hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum með liðinu.

Enginn vissi hver hann var er Newcastle fékk hann frá Freiburg á 12,5 milljónir evra en nafn hans er á allra vörum i dag.

Cissé nýtur augnabliksins þó svo hann eigi sér stóra drauma.

"Langtímamarkmiðið er að spila með einu stærsta liði Evrópu og vinna Meistaradeildina. Ég hef elskað Real Madrid frá því ég var lítill strákur," sagði Cissé.

"Ég er samt mjög ánægður hjá Newcastle núna. Það er stórt félag þó svo Newcastle sé ekki Man. Utd eða Man. City."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×