Fæðingaorlofsgreiðslur hækka um 50 þúsund Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2012 21:54 Fæðingarorlofið lengist í tólf mánuði og hámarksgreiðslur sjóðsins hækka um 50 þúsund krónur á mánuði ef nýtt frumvarp velferðarráðherra nær fram að ganga. Ráðherra vonast til að með því verði hægt að tryggja að fæðingartíðni haldist áfram há hér á landi. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið á fundi sínum í morgun. Í því er gert ráð fyrir að hámarksgreiðsla úr sjóðnum hækki úr 300 þúsund krónum á mánuði í 350 þúsund krónur strax um áramótin. Velferðarráðherra vonast svo til að hægt verði að hækka hámarksgreiðslu í 450 þúsund krónur á næstu tveimur árum. Þá hækka skerðingarmörk hjá þeim sem eru með laun yfir 250 þúsund krónum úr 75% í 80%. Í dag fær sá sem er með 400 þúsund krónur í laun 300 þúsund krónur frá sjóðnum en fær 320 krónur ef frumvarpið fer í gegn. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir að réttur foreldra barna sem eru langveik eða fötluð verð rýmkaður. Ein stærsta breytingin er lengin fæðingarorlofsins úr níu mánuðum í tólf. Það verður gert í áföngum. Í dag á hvort foreldri um sig rétt á að vera í þrjá mánuði í fæðingarorlofi og svo eiga foreldrara rétt á þremur mánuðum saman. Gert er ráð fyrir að sameiginlegur réttur foreldra lengist um einn mánuð á árinu 2014. Árið 2015 verður fæðingarorlofið svo ellefu mánuðir þegar orlofið lengist um hálfan mánuð hjá hvoru foreldri. Árið 2016 verður það svo tólf mánuðir þegar orlofið lengist aftur um hálfan mánuð hjá báðum. Foreldrum sem taka fæðingarorlof hefur fækkað á undanförnum misserum, sérstaklega feðrum. Velferðarráðherra vonast til að þessar breytingar stöðvi þá þróun. „Það er verið að búa betur í hag þeirra sem að vilja eiga börn og tryggja það að við verðum áfram með svona háa fæðingartíðni sem við höfum haft á íslandi." Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi strax eftir helgi og vonast ráðherra til að hægt verði að ljúka afgreiðslu þess fyrir áramótin. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fæðingarorlofið lengist í tólf mánuði og hámarksgreiðslur sjóðsins hækka um 50 þúsund krónur á mánuði ef nýtt frumvarp velferðarráðherra nær fram að ganga. Ráðherra vonast til að með því verði hægt að tryggja að fæðingartíðni haldist áfram há hér á landi. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarpið á fundi sínum í morgun. Í því er gert ráð fyrir að hámarksgreiðsla úr sjóðnum hækki úr 300 þúsund krónum á mánuði í 350 þúsund krónur strax um áramótin. Velferðarráðherra vonast svo til að hægt verði að hækka hámarksgreiðslu í 450 þúsund krónur á næstu tveimur árum. Þá hækka skerðingarmörk hjá þeim sem eru með laun yfir 250 þúsund krónum úr 75% í 80%. Í dag fær sá sem er með 400 þúsund krónur í laun 300 þúsund krónur frá sjóðnum en fær 320 krónur ef frumvarpið fer í gegn. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir að réttur foreldra barna sem eru langveik eða fötluð verð rýmkaður. Ein stærsta breytingin er lengin fæðingarorlofsins úr níu mánuðum í tólf. Það verður gert í áföngum. Í dag á hvort foreldri um sig rétt á að vera í þrjá mánuði í fæðingarorlofi og svo eiga foreldrara rétt á þremur mánuðum saman. Gert er ráð fyrir að sameiginlegur réttur foreldra lengist um einn mánuð á árinu 2014. Árið 2015 verður fæðingarorlofið svo ellefu mánuðir þegar orlofið lengist um hálfan mánuð hjá hvoru foreldri. Árið 2016 verður það svo tólf mánuðir þegar orlofið lengist aftur um hálfan mánuð hjá báðum. Foreldrum sem taka fæðingarorlof hefur fækkað á undanförnum misserum, sérstaklega feðrum. Velferðarráðherra vonast til að þessar breytingar stöðvi þá þróun. „Það er verið að búa betur í hag þeirra sem að vilja eiga börn og tryggja það að við verðum áfram með svona háa fæðingartíðni sem við höfum haft á íslandi." Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi strax eftir helgi og vonast ráðherra til að hægt verði að ljúka afgreiðslu þess fyrir áramótin.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira