Íslenski boltinn

Eintómir heimaleikir framundan hjá Eyjamönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍBV hefur unnið alla fimm leikina síðan að Tryggvi Guðmundsson snéri til baka eftir meiðsli.
ÍBV hefur unnið alla fimm leikina síðan að Tryggvi Guðmundsson snéri til baka eftir meiðsli. Mynd/Vilhelm
Pepsi-deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir smá hlé þegar leikið var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti leikur 9. umferðar fer fram klukkan 17.00 í dag þegar Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim á Hásteinsvöll.

Eyjamenn sjá nú fram á eintóma heimaleiki á næstu vikum sem ætti að getað hjálpð þeim að rífa sig upp töfluna. Þeir hafa ekki leikið heimaleik í deildinni síðan 29. maí (4-1 sigur á Stjörnunni) en framundan eru þrír heimaleikir í röð í Pepsi-deildinni auk bikarleiks á móti KR sem fer einnig fram á Hásteinsvelli.

Eyjamenn mæta Val, Fram og Selfoss í næstu heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni en útileik á móti FH í 10. umferð var seinkað til 26. júlí vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni.

Eyjaliðið hefur rifið sig upp eftir slaka byrjun. Liðið var án sigurs í fyrstu fimm leikjum sumarsins en hefur nú unnið fimm leiki í röð með markatölunni 19-3 en tveir þessara leikja voru í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×