Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. júní 2012 11:53 Mynd/HAG ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. Varamaðurinn Ian Jeffs náði að brjóta varnarmúr Vals niður með marki á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar tryggði Tonny Mawejje sigurinn með flottu langskoti. Aðstæður á Hásteinsvelli í dag voru frábærar, 12 stiga hiti og nánast logn. Völlurinn var blautur eftir mikla úrkomu fyrr um daginn. Þrátt fyrir kjöraðstæður náðu liðin ekki að skora mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæt færi. Eyjamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og Valsmenn áttu fá svör gegn stórsókn heimamanna. Ásgeir Þór Magnússon markvörðu Vals hafði í nógu að snúast en hann náði ekki að koma í veg fyrir að Ian Jeffs skoraði fyrsta mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok. Jeffs átti að vera í byrjunarliðinu en á síðustu stundu var Tonny Mawejje settur í byrjunarliðið í hans stað. Þessi „kapall“ gekk upp hjá Magnúsi Gylfasyni þjálfara ÍBV því Mawejje skoraði síðarar mark ÍBV með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti fyrir utan vítateig. Lið ÍBV er til alls líklegt í Pepsi-deildinni eftir gott gengi að undanförnu. Upphafið á Íslandsmótinu var alls ekki gott hjá liðinu en eftir fjóra sigurleiki í röð er liðið búið að stimpla sig inn í toppbaráttuna á ný. Varnarleikur liðsins er frábær og liðið er alltaf líklegt til þess að skora. Tryggvi Guðmundsson lék allar 90 mínúturnar í kvöld og hann var maðurinn á bak við flestar sóknaraðgerðir ÍBV. Í liðinu eru margir frábærir einstaklingar sem hafa að undanförnu sýnt styrk sinn – og liðsheildin er aðalsmerki ÍBV. Valsmenn eru í lægð þessa dagana en liðið tapaði óvænt fyrir 1. deildarliði Þróttar í bikarkeppni KSÍ á dögunum. Eftir ágæta byrjun liðsins á mótinu hafa Hlíðarendapiltar aðeins verið að glíma við mótvind. Sóknarleikur liðsins var kröftugur í fyrri hálfleik gegn ÍBV en í þeim síðari var leikur liðsins einhæfur og bitlaus hvað sóknarleikinn varðar. Guðmundur: Vorum með fulla stjórn á þessum leikGuðmundur Þórarinsson lék vel á miðjunni með liði ÍBV. „Við erum með góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum. Kjarninn í liðinu er mjög ungur og mér finnst við vera búnir að hrista af okkur þessa erfiðu byrjun sem var hjá okkur á mótinu," sagði Guðmundur. „Við erum farnir að sýna aðeins meiri stöðugleika og þetta er flott blanda. Valsmenn voru mjög ákveðnir í fyrri hálfleik og það hefur eflaust verið planað hjá þeim að fara svona inn í leikinn – reyna að skora snemma og leggja síðan áherslu á varnarleikinn. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum í fyrri hálfleik en þetta gekk mun betur í þeim síðari. Og mér fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik. Við erum samt alveg með báða fætur á jörðinni – og megum ekki fara á flug þrátt fyrir gott gengi að undanförnu. Það er nóg um að vera á næstunni og margt sem getur gerst í framhaldinu," bætti Guðmundur við. Brynjar Gauti: Gaman á meðan vel gengur„Við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur að undanförnu og það er mjög gott mál," sagði Brynjar Gauti Guðjónsson varnarmaður ÍBV eftir 2-0 sigurinn gegn Val í Pepsideild karla í kvöld. Brynjar var sem klettur í vörn ÍBV ásamt Dananum Rasmus Steenberg Christiansen en þeir hafa náð mjög vel saman í undanförnum leikjum. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna en við vorum með 2 stig í næst neðsta sæti fyrir nokkrum vikum og það getur því margt gerst á stuttum tíma. Eftir að við náðum að vinna Stjörnuna þá hefur liðið verið á góðu róli, það er ekkert lið sem getur bóka sigur gegn okkur í dag. Varnarlínan hjá okkur er ekki gömul við erum allir um eða rétt yfir tvítugt. Það er gaman á meðan vel gengur," sagði Brynjar Gauti. Kristján Guðmundsson: Áhyggjuefni að við skorum ekki mörkKristján Guðmundsson þjálfari Vals var alls ekki ósáttur við leik sinna manna en hann var ekki sáttur með niðurstöðuna. „ÍBV er með mjög gott lið og það er erfitt að fara héðan með góð úrslit. Við þurfum að breyta ýmsu hjá okkur, við lékum með tvo framherja sem við höfum ekki gert áður, og einnig breyttum við aðeins áherslunum hjá okkur í takt við það sem ÍBV er að leggja áherslu á. Mér fannst þessir hlutir ganga ágætlega en áhyggjuefnið er að við erum ekki að skora mörk. Við náðum ekki að opna ÍBV vörnina í seinni hálfleik og fyrsta markið í þessum leik skipti sköpum þegar uppi var staðið. Ef okkur hefði tekist að skora í fyrri hálfleik þá hefðum við getað leikið varnarleikinn af meiri krafti í þeim síðari," sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum. Varamaðurinn Ian Jeffs náði að brjóta varnarmúr Vals niður með marki á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar tryggði Tonny Mawejje sigurinn með flottu langskoti. Aðstæður á Hásteinsvelli í dag voru frábærar, 12 stiga hiti og nánast logn. Völlurinn var blautur eftir mikla úrkomu fyrr um daginn. Þrátt fyrir kjöraðstæður náðu liðin ekki að skora mark í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæt færi. Eyjamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og Valsmenn áttu fá svör gegn stórsókn heimamanna. Ásgeir Þór Magnússon markvörðu Vals hafði í nógu að snúast en hann náði ekki að koma í veg fyrir að Ian Jeffs skoraði fyrsta mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok. Jeffs átti að vera í byrjunarliðinu en á síðustu stundu var Tonny Mawejje settur í byrjunarliðið í hans stað. Þessi „kapall“ gekk upp hjá Magnúsi Gylfasyni þjálfara ÍBV því Mawejje skoraði síðarar mark ÍBV með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti fyrir utan vítateig. Lið ÍBV er til alls líklegt í Pepsi-deildinni eftir gott gengi að undanförnu. Upphafið á Íslandsmótinu var alls ekki gott hjá liðinu en eftir fjóra sigurleiki í röð er liðið búið að stimpla sig inn í toppbaráttuna á ný. Varnarleikur liðsins er frábær og liðið er alltaf líklegt til þess að skora. Tryggvi Guðmundsson lék allar 90 mínúturnar í kvöld og hann var maðurinn á bak við flestar sóknaraðgerðir ÍBV. Í liðinu eru margir frábærir einstaklingar sem hafa að undanförnu sýnt styrk sinn – og liðsheildin er aðalsmerki ÍBV. Valsmenn eru í lægð þessa dagana en liðið tapaði óvænt fyrir 1. deildarliði Þróttar í bikarkeppni KSÍ á dögunum. Eftir ágæta byrjun liðsins á mótinu hafa Hlíðarendapiltar aðeins verið að glíma við mótvind. Sóknarleikur liðsins var kröftugur í fyrri hálfleik gegn ÍBV en í þeim síðari var leikur liðsins einhæfur og bitlaus hvað sóknarleikinn varðar. Guðmundur: Vorum með fulla stjórn á þessum leikGuðmundur Þórarinsson lék vel á miðjunni með liði ÍBV. „Við erum með góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum. Kjarninn í liðinu er mjög ungur og mér finnst við vera búnir að hrista af okkur þessa erfiðu byrjun sem var hjá okkur á mótinu," sagði Guðmundur. „Við erum farnir að sýna aðeins meiri stöðugleika og þetta er flott blanda. Valsmenn voru mjög ákveðnir í fyrri hálfleik og það hefur eflaust verið planað hjá þeim að fara svona inn í leikinn – reyna að skora snemma og leggja síðan áherslu á varnarleikinn. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum í fyrri hálfleik en þetta gekk mun betur í þeim síðari. Og mér fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik. Við erum samt alveg með báða fætur á jörðinni – og megum ekki fara á flug þrátt fyrir gott gengi að undanförnu. Það er nóg um að vera á næstunni og margt sem getur gerst í framhaldinu," bætti Guðmundur við. Brynjar Gauti: Gaman á meðan vel gengur„Við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur að undanförnu og það er mjög gott mál," sagði Brynjar Gauti Guðjónsson varnarmaður ÍBV eftir 2-0 sigurinn gegn Val í Pepsideild karla í kvöld. Brynjar var sem klettur í vörn ÍBV ásamt Dananum Rasmus Steenberg Christiansen en þeir hafa náð mjög vel saman í undanförnum leikjum. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna en við vorum með 2 stig í næst neðsta sæti fyrir nokkrum vikum og það getur því margt gerst á stuttum tíma. Eftir að við náðum að vinna Stjörnuna þá hefur liðið verið á góðu róli, það er ekkert lið sem getur bóka sigur gegn okkur í dag. Varnarlínan hjá okkur er ekki gömul við erum allir um eða rétt yfir tvítugt. Það er gaman á meðan vel gengur," sagði Brynjar Gauti. Kristján Guðmundsson: Áhyggjuefni að við skorum ekki mörkKristján Guðmundsson þjálfari Vals var alls ekki ósáttur við leik sinna manna en hann var ekki sáttur með niðurstöðuna. „ÍBV er með mjög gott lið og það er erfitt að fara héðan með góð úrslit. Við þurfum að breyta ýmsu hjá okkur, við lékum með tvo framherja sem við höfum ekki gert áður, og einnig breyttum við aðeins áherslunum hjá okkur í takt við það sem ÍBV er að leggja áherslu á. Mér fannst þessir hlutir ganga ágætlega en áhyggjuefnið er að við erum ekki að skora mörk. Við náðum ekki að opna ÍBV vörnina í seinni hálfleik og fyrsta markið í þessum leik skipti sköpum þegar uppi var staðið. Ef okkur hefði tekist að skora í fyrri hálfleik þá hefðum við getað leikið varnarleikinn af meiri krafti í þeim síðari," sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira