Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2012 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir. Fréttablaðið/stefán Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara. Fótbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir er sem fyrr í stóru hlutverki í íslenska liðinu en hún er þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul að fara að taka þátt í Algarve-bikarnum í fimmta sinn. „Ég er alltaf spennt fyrir því að koma hingað og þetta er frábær undirbúningur fyrir undankeppni EM. Við höfum staðið okkur vel á þessu móti og höfum sýnt það og sannað að þessar stærri þjóðir geta ekkert vanmetið okkur lengur," segir Sara en hópurinn er nokkuð breyttur nú. „Það vantar fastaleikmenn í liðið og við söknum þeirra mikið en það verður jafnframt spennandi að sjá hvernig nýir leikmenn koma inn í nýjar stöður. Vonandi fáum við meiri breidd í hópinn. Þetta er rosagóður undirbúningur fyrir framhaldið," segir Sara. Íslenska liðið vann sögulega sigra á Dönum og Svíum í mótinu í fyrra og spilaði til úrslita á móti Bandaríkjunum. „Við höfum ekki talað um það að fara aftur í úrslitaleikinn enda erum við bara að einbeita okkur að fyrsta leik. Við mætum þar Þýskalandi og það er stórleikur og það væri frábært að geta náð góðum úrslitum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Þýskaland og það er alltaf jafn krefjandi og skemmtileg áskorun að spila við svona gott lið," segir Sara sem spilar sinn 44. landsleik í dag. Sara Björk er einn af leikmönnum íslenska liðsins sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðþjálfari var beðinn um að spara fyrir átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem taka við strax að loknu mótinu á Algarve. „Mér líst ekkert á það," segir Sara í léttum tón. „Ég spila flesta leikina en ég skil alveg hans viðhorf að vilja spara mig og halda mér heilli fyrir leikina í Meistaradeildinni. Ég mun samt aldrei biðja um skiptingu en ég reyni að vera skynsöm og læt vita hvernig ég er eftir hvern einasta leik. Ef ég er fersk og líður vel þá vil ég náttúrulega spila alla leikina," segir Sara og hún segist njóta tímans vel í Portúgal. „Þetta er fínt hótel og það er gott að komast í hitann og gaman að hitta stelpurnar. Þetta er frábært mót sem hefur alltaf þjappað liðinu vel saman. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur því að við æfum ekkert mjög mikið saman yfir árið. Það er því mjög mikilvægt mót fyrir okkur að koma saman í einhverja tíu til ellefu daga," segir Sara.
Fótbolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira