Íslenski boltinn

Arnór Ingvi og Sigurbergur á leið til Noregs

Arnór og Sigurbergur.
Arnór og Sigurbergur. mynd/heimasíða keflavíkur
Ungstirnin í Keflavíkurliðinu, Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson, fara á þriðjudaginn til reynslu hjá norska liðinu Sandnes Ulf.

Þeir verða hjá félaginu fram á föstudag og missa því ekki af leiknum gegn Fylki á mánudeginum.

Báðir þessir ungu leikmenn hafa vakið talsverða athygli í sumar fyrir vasklega framgöngu.

Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, spilar með Sandnes sem og Gilles Mband Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×