Innlent

Rútur í fylgdarakstri á Reykjanesbrautinni - ófært á Vestfjörðum

Færðin er vægast sagt léleg.
Færðin er vægast sagt léleg.
Rútur og vel búnir bíla eru í fylgdarakstri starfsmanna Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut þessa stundina. Verið er að ryðja götuna og bílar aka á eftir snjóruðningstækjunum.

Vegna veðurs verður Reykjanesbraut, Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslin lokuð um óákveðin tíma.

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar. Einnig er lokað vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi.

Þungfært og skafrenningur er á öllum leiðum á Suðurlandi þó er þæfingsfærð og skafrenningur á milli Selfoss og Hvolsvallar.

Allir vegir á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er ófærir þó er þæfingsfærð og skafrenningur á Heiðdal og verið að moka.

Í Borgarfirðinum er snjóþekja og stórhríð. Þungfært og stórhríð er á Vatnsskarði og þæfingsfærð og stórhríð er á Þverárfalli.

Á Norðurlandi er ófært í Ólafsfjarðarmúla en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum þó er ófært á Hólasandi

Á Austurlandi og Suðausturlandi er hálak eða snjóþekja á flestum leiðum. Snjóþekja og éljagagnur er við kvísker.

Ábending frá veðurfræðingi:

Suðvestanlands og vestanlands verður áfram allhvass vindur með skafrenningi fram á morguninn, en lagast síðan smámsaman. Á Vestfjörðum lagast veður mikið þegar líður á morguninn, en á sama tíma fer versnandi í Skagafirði og Eyjafirði og þar hríðarveður og skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×