Lánamálin í forgrunni hjá Framsókn 24. september 2012 02:00 Framsóknarflokkurinn vill að losað verði um gjaldeyrishöftin svo fljótt sem verða má. Tryggja verði aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skýrsla atvinnunefndar flokksins var kynnt á flokksþinginu í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvö af þremur forgangsmálum þingflokks Framsóknarflokksins snúa að lánamálum. Flokkurinn vill að gefinn verði frádráttur af tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum. Þá hefur hann lagt fram frumvarp um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Þriðja forgangsmálið snýr að sókn í atvinnumálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælti á fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar um frádrátt á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga. Þetta er helsta forgangsmál flokksins á yfirstandandi þingi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi lána og lánveitendur færi fasteignalánin niður í 100% af fasteignamatinu. "Með tillögunni er ekki hvað síst komið til móts við hóp sem hefur algjörlega orðið út undan í þeim aðgerðum sem þó hefur verið ráðist í í skuldamálunum af hálfu bankanna og kannski ekki hvað síst af hálfu dómstóla sem hafa dæmt ákveðin lánaform ólögmæt og með því í rauninni haft miklu meiri áhrif á skuldastöðu heimilanna en stjórnvöld með aðgerðum sínum," sagði Sigmundur Davíð þegar hann mælti fyrir tillögunni. Hann sagði ástæðuna fyrir því að málið væri lagt fram sem þingsályktunartillaga vera þá að reynslan sýndi að þegar útfærðar tillögur að lausn í skuldamálum hefðu komið frá stjórnarandstöðunni hefði umræðan oft farið að snúast um meinta galla á þeim. "Þess vegna ákváðum við að fara nýja leið núna og leggja þessa tillögu inn til umræðu en jafnframt treysta ráðherrunum fyrir því að útfæra tillöguna og vonandi gera þeir það í samráði við þingmenn Framsóknarflokks en einnig þingmenn annarra flokka." Þak á hækkun verðtryggingarÞingflokkurinn leggur nú í annað sinn fram tillögu um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að hámarkshækkun verðtryggingar á ársgrundvelli sé 4%. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ársgrundvöllur sé miðaður við breytingar á vísitölu hverju sinni síðustu tólf mánuði við útreikning hvers gjalddaga og hluti verðtryggingar skuli aðeins aukast um 4%. ?Með þessu er einfaldlega reiknuð hækkun vísitölunnar miðað við verðlag hennar 12 mánuðum áður og skiptir þá engu hvort afborgun er mánaðarleg, ársfjórðungsleg, hálfsársleg eða árleg. Sé munur meiri en 4% á milli tímabila hækkar höfuðstóllinn einfaldlega að hámarki um 4%. Gildir þetta um allar skuldbindingar neytenda sem hafa verið verðtryggðar.? Þá sé neytendum heimilt að breyta verðtryggðu láni sínu í óverðtryggt lán. Lánveitanda verði óheimilt að krefjast greiðslu lántökukostnaðar, innborgunar á höfuðstól eða lægra veðhlutfalls við breytinguna. Þriðja forgangsmál flokksins á þessu þingi er tillaga til þingsályktunar um sókn í atvinnumálum. Um ítarlega tillögu í ellefu liðum er að ræða. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Tvö af þremur forgangsmálum þingflokks Framsóknarflokksins snúa að lánamálum. Flokkurinn vill að gefinn verði frádráttur af tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum. Þá hefur hann lagt fram frumvarp um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Þriðja forgangsmálið snýr að sókn í atvinnumálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælti á fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar um frádrátt á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga. Þetta er helsta forgangsmál flokksins á yfirstandandi þingi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi lána og lánveitendur færi fasteignalánin niður í 100% af fasteignamatinu. "Með tillögunni er ekki hvað síst komið til móts við hóp sem hefur algjörlega orðið út undan í þeim aðgerðum sem þó hefur verið ráðist í í skuldamálunum af hálfu bankanna og kannski ekki hvað síst af hálfu dómstóla sem hafa dæmt ákveðin lánaform ólögmæt og með því í rauninni haft miklu meiri áhrif á skuldastöðu heimilanna en stjórnvöld með aðgerðum sínum," sagði Sigmundur Davíð þegar hann mælti fyrir tillögunni. Hann sagði ástæðuna fyrir því að málið væri lagt fram sem þingsályktunartillaga vera þá að reynslan sýndi að þegar útfærðar tillögur að lausn í skuldamálum hefðu komið frá stjórnarandstöðunni hefði umræðan oft farið að snúast um meinta galla á þeim. "Þess vegna ákváðum við að fara nýja leið núna og leggja þessa tillögu inn til umræðu en jafnframt treysta ráðherrunum fyrir því að útfæra tillöguna og vonandi gera þeir það í samráði við þingmenn Framsóknarflokks en einnig þingmenn annarra flokka." Þak á hækkun verðtryggingarÞingflokkurinn leggur nú í annað sinn fram tillögu um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að hámarkshækkun verðtryggingar á ársgrundvelli sé 4%. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ársgrundvöllur sé miðaður við breytingar á vísitölu hverju sinni síðustu tólf mánuði við útreikning hvers gjalddaga og hluti verðtryggingar skuli aðeins aukast um 4%. ?Með þessu er einfaldlega reiknuð hækkun vísitölunnar miðað við verðlag hennar 12 mánuðum áður og skiptir þá engu hvort afborgun er mánaðarleg, ársfjórðungsleg, hálfsársleg eða árleg. Sé munur meiri en 4% á milli tímabila hækkar höfuðstóllinn einfaldlega að hámarki um 4%. Gildir þetta um allar skuldbindingar neytenda sem hafa verið verðtryggðar.? Þá sé neytendum heimilt að breyta verðtryggðu láni sínu í óverðtryggt lán. Lánveitanda verði óheimilt að krefjast greiðslu lántökukostnaðar, innborgunar á höfuðstól eða lægra veðhlutfalls við breytinguna. Þriðja forgangsmál flokksins á þessu þingi er tillaga til þingsályktunar um sókn í atvinnumálum. Um ítarlega tillögu í ellefu liðum er að ræða.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira