Innlent

Enn finnast sauðkindur á lífi

Bændur á Norðausturlandi halda áfram að leita kinda. Um áttatíu kindur fundust við svæði er nefnist Veggir. Mynd/bryngeir Jónsson
Bændur á Norðausturlandi halda áfram að leita kinda. Um áttatíu kindur fundust við svæði er nefnist Veggir. Mynd/bryngeir Jónsson Mynd/Bryngeir Jónsson
Töluvert fannst af lifandi fé í sköflum á Norðausturlandi um helgina. Talið er að um eitt hundrað kindur hafi fundist.

"Leitin hefur gengið vel. Ég var sjálf við leit við Veggi, sem er svæðið austan Nýjahrauns nærri Öskjuvegi, og við komum heim með um áttatíu kindur," sagði Dagbjört Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi í Vagnbrekku, í gærkvöld. Hún var þá nýkomin heim úr göngum. Dagbjört sagði flestar kindurnar í góðu ásigkomulagi enda hefði ekki verið svo snjóþungt á þessu svæði.

Þá var greint frá því um helgina að tíu kindur hefðu fundist við Kröflu í Gjástykki og við Eilífðarvötn. Þar voru liðsmenn björgunarsveitarinnar Stefáns í Mývatnssveit á ferð.

Dagbjört segir að nú sé aðeins verið að sækja það fé sem sést til, minna sé um að grafið sé niður. Dagbjört segir að leitað verði áfram næstu daga.

"Ef ég þekki bændur rétt þá munu þeir leita svo lengi sem veður leyfir," segir Dagbjört Bjarnadóttir í Vagnbrekku.

- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×