Innlent

Ökumaður með 4 ára gamalt barn undir stýri

Á föstudagmorgun var ökumaður í Vestmannaeyjum sektaður fyrir að aka með fjögurra ára gamalt barn í fanginu. Sjálfur var ökumaðurinn með öryggisbeltið spennt.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að það gefi auga leið að um hættulegt athæfi sé að ræða og í raun sé það með ólíkindum að fólki skuli skapa börnum sínum svona óþarfa hættu.

Vill lögreglan í tilefni af þessu benda ökumönnum á að þeir bera ábyrgð á þeim sem eru farþegar í bifreið sem þeir stjórna og að þeim er skylt gæta þess að börn yngri en 15 ára noti tilskyldan öryggisbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×