Vopnfirðingar moka upp makríl-milljörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2012 20:30 Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði. Þvílík hafa umsvifin verið í þessu 670 manna byggðarlagi. Fiskiskip HB Granda, Faxi, Ingunn og Lundey, hafa í sumar og haust landað bæði makríl og síld og í vetur, þegar loðnan fer að ganga, bætist við fjórða skipið, Víkingur. Í fiskvinnsluhúsum Vopnafjarðar hafa allt að 170 manns haft atvinnu af því að flaka makríl og síld, heilfrysta eða bræða í mjöl og lýsi. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2, þessum miklu umsvifum og nefnir sem dæmi að 1.200 tonnum hafi verið skipað upp í gær af frystum afurðum, daginn áður hafi mjölskip verði í höfninni og daginn þar áður lýsisskip. Stundum séu 2-3 útskipanir í viku af frosnum afurðum. Hjá HB Granda áætlar forstjórinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, að útflutningsverðmæti frá Vopnafirði fari yfir átta milljarða króna í ár. Mikil uppbygging þar undanfarin átta ár er grunnurinn að þessari miklu verðmætasköpun en fyrirtækið hefur undanfarin átta ár sett yfir fjóra milljarða króna til að efla vinnslu uppsjávarfisktegunda, sem Vopnfirðingar segja að hafi reynst heillaskref fyrir byggðina. „Það er búin að vera stöðug uppbygging frá því HB Grandi kom á Vopnafjörð," segir Magnús Robertsson en þeirri uppbyggingu fari brátt að ljúka. „En þetta er búið að vera alveg ævintýri fyrir okkur á Vopnafirði," segir Magnús. „Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir Vopnafjörð og Vopnfirðinga." Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði. Þvílík hafa umsvifin verið í þessu 670 manna byggðarlagi. Fiskiskip HB Granda, Faxi, Ingunn og Lundey, hafa í sumar og haust landað bæði makríl og síld og í vetur, þegar loðnan fer að ganga, bætist við fjórða skipið, Víkingur. Í fiskvinnsluhúsum Vopnafjarðar hafa allt að 170 manns haft atvinnu af því að flaka makríl og síld, heilfrysta eða bræða í mjöl og lýsi. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2, þessum miklu umsvifum og nefnir sem dæmi að 1.200 tonnum hafi verið skipað upp í gær af frystum afurðum, daginn áður hafi mjölskip verði í höfninni og daginn þar áður lýsisskip. Stundum séu 2-3 útskipanir í viku af frosnum afurðum. Hjá HB Granda áætlar forstjórinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, að útflutningsverðmæti frá Vopnafirði fari yfir átta milljarða króna í ár. Mikil uppbygging þar undanfarin átta ár er grunnurinn að þessari miklu verðmætasköpun en fyrirtækið hefur undanfarin átta ár sett yfir fjóra milljarða króna til að efla vinnslu uppsjávarfisktegunda, sem Vopnfirðingar segja að hafi reynst heillaskref fyrir byggðina. „Það er búin að vera stöðug uppbygging frá því HB Grandi kom á Vopnafjörð," segir Magnús Robertsson en þeirri uppbyggingu fari brátt að ljúka. „En þetta er búið að vera alveg ævintýri fyrir okkur á Vopnafirði," segir Magnús. „Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir Vopnafjörð og Vopnfirðinga."
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira