Vopnfirðingar moka upp makríl-milljörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2012 20:30 Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði. Þvílík hafa umsvifin verið í þessu 670 manna byggðarlagi. Fiskiskip HB Granda, Faxi, Ingunn og Lundey, hafa í sumar og haust landað bæði makríl og síld og í vetur, þegar loðnan fer að ganga, bætist við fjórða skipið, Víkingur. Í fiskvinnsluhúsum Vopnafjarðar hafa allt að 170 manns haft atvinnu af því að flaka makríl og síld, heilfrysta eða bræða í mjöl og lýsi. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2, þessum miklu umsvifum og nefnir sem dæmi að 1.200 tonnum hafi verið skipað upp í gær af frystum afurðum, daginn áður hafi mjölskip verði í höfninni og daginn þar áður lýsisskip. Stundum séu 2-3 útskipanir í viku af frosnum afurðum. Hjá HB Granda áætlar forstjórinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, að útflutningsverðmæti frá Vopnafirði fari yfir átta milljarða króna í ár. Mikil uppbygging þar undanfarin átta ár er grunnurinn að þessari miklu verðmætasköpun en fyrirtækið hefur undanfarin átta ár sett yfir fjóra milljarða króna til að efla vinnslu uppsjávarfisktegunda, sem Vopnfirðingar segja að hafi reynst heillaskref fyrir byggðina. „Það er búin að vera stöðug uppbygging frá því HB Grandi kom á Vopnafjörð," segir Magnús Robertsson en þeirri uppbyggingu fari brátt að ljúka. „En þetta er búið að vera alveg ævintýri fyrir okkur á Vopnafirði," segir Magnús. „Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir Vopnafjörð og Vopnfirðinga." Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Makríl-, síldar- og loðnutekjur Vopnafjarðar stefna í yfir átta milljarða króna á þessu ári. Þetta er sú byggð sem er með einna hæstu gjaldeyristekjur á íbúa á Íslandi og þar hefur verið líf og fjör að undanförnu. Í gamla daga var talað um síldarævintýri, svo kom loðnuævintýri og nú er hægt að tala um makrílævintýri á Vopnafirði. Þvílík hafa umsvifin verið í þessu 670 manna byggðarlagi. Fiskiskip HB Granda, Faxi, Ingunn og Lundey, hafa í sumar og haust landað bæði makríl og síld og í vetur, þegar loðnan fer að ganga, bætist við fjórða skipið, Víkingur. Í fiskvinnsluhúsum Vopnafjarðar hafa allt að 170 manns haft atvinnu af því að flaka makríl og síld, heilfrysta eða bræða í mjöl og lýsi. Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, lýsir í viðtali í fréttum Stöðvar 2, þessum miklu umsvifum og nefnir sem dæmi að 1.200 tonnum hafi verið skipað upp í gær af frystum afurðum, daginn áður hafi mjölskip verði í höfninni og daginn þar áður lýsisskip. Stundum séu 2-3 útskipanir í viku af frosnum afurðum. Hjá HB Granda áætlar forstjórinn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, að útflutningsverðmæti frá Vopnafirði fari yfir átta milljarða króna í ár. Mikil uppbygging þar undanfarin átta ár er grunnurinn að þessari miklu verðmætasköpun en fyrirtækið hefur undanfarin átta ár sett yfir fjóra milljarða króna til að efla vinnslu uppsjávarfisktegunda, sem Vopnfirðingar segja að hafi reynst heillaskref fyrir byggðina. „Það er búin að vera stöðug uppbygging frá því HB Grandi kom á Vopnafjörð," segir Magnús Robertsson en þeirri uppbyggingu fari brátt að ljúka. „En þetta er búið að vera alveg ævintýri fyrir okkur á Vopnafirði," segir Magnús. „Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir Vopnafjörð og Vopnfirðinga."
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira