Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Valur 0-1 Leifur Viðarsson skrifar 29. júlí 2012 18:45 Mynd/Daníel Matthías Guðmundsson tryggði Valsmönnum þrjú stig á Selfossi þegar hann skoraði eina markið í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deild karla. Valsmenn komust upp í sjöunda sætið með þessum sigri en Selfyssingar eru áfram í næstneðsta sæti og hafa ekki unnið leik síðan 21. maí. Leikurinn fór fjörlega af stað og gestirnir hefðu leikandi getað skorað mark á fyrstu mínútunni. Bæði lið áttu sín hálffæri en hvorugu liðinu tókst þó að ná almennilegum skotum á mark andstæðingana. Eftir tíu mínútna leik vöknuðu heimamenn og áttu fína spretti en þó virtist sem boltinn vildi ekki inn. Valsmenn beittu þá skyndisóknum sem aldrei náðu þó að skila neinu hættulegu. Undir lok fyrri hálfleiks átti Ólafur Karl Finsen fínan sprett inn í teig Valsmanna og náði þar tvisvar sinnum skoti á markið en Ólafi Gunnarssyni tóks að verja í bæði skiptin enda færið frekar þröngt. Síðari hálfleikurinn fór síðan fjörlega af stað og bæði lið áttu sín færi. Sigurmark Matthíasar kom á 58. mínútu eftir fallega sókn. Boltinn barst inn í teig þar sem Rúnar Már Sigurjónsson stakk sér inn og náði boltanum áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Lék boltanum til baka og inn í teig og átti góða sendingu inn fyrir þar sem Matthías Guðmundsson kom fljúgandi inn og skoraði með óverjandi þrumuskoti. Eftir markið datt leikurinn örlítið niður og lítið gerðist eftir það. Gestirnir voru þó hættulegri en heimamenn áttu ágætis spretti á köflum. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og Valsmenn því þremur stigum ríkari eftir ágætan leik. Selfyssingar spiluðu öllum þremur nýju leikmönnum sínum í kvöld, þar af byrjuðu tveir enda vörn Selfyssinga ansi gloppótt eftir meiðsli. Kristján Guðmundsson: Þurfum að ná tveimur sigurleikjum í röðMynd/ValliKristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna var sáttur með sigurinn í leikslok en Valsmenn komu til baka eftir tap á móti Fram á heimavelli í leiknum á undan. „Bæði liðin gátu skorað í báðum hálfleikjum. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur og bæði lið vissu það að það var allt undir og þrjú stig í þessum leik myndu skipta gríðalegu máil og hafa áhrif á hvernig liðini myndu stilla upp það sem eftir er af mótinu en ég er bara sáttur með sóknarleikinn okkar," sagði Kristján. „Það kom mér fátt á óvart í leik Selfyssinga. Við vitum um styrkleika Selfossliðsins sem er Jón Daði Böðvarsson. Hann er óslípaður demantur ennþá og gríðarlega efnilegur og gaman að horfa á hann spila og örugglega forréttindi að fá að þjálfa hann. En það kom í raun ekkert á óvar, við hugsuðum ekkert um Selfoss liðið, við hugsuðum bara um okkur," sagði Kristján. „Við þurfum að ná tveimur sigurleikjum í röð til að setja okkur almennilega í gang. Nú kemur smá hlé í mótið og nú þurfum við að byggja á þessum sigri og átta okkur á hvernig við ætlum að spila í haust hlutanum í mótinu. Þetta var því gífurlega mikilvægur sigur," sagði Kristján. Logi Ólafsson: Þurfum að ná að vinna leik í ágústMynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, hefur ekki náð að stýra sínu liði til sigurs síðan í maí og liðið tapaði fjórða leiknum í röð í kvöld. „Eftir 10 mínútur erum við með ansi góð tök á leiknum og við erum að skapa okkur marktækifæri sem við eigum að nýta. Það er nú bara einu sinni þannig að fótboltaleikir snúast um að skora mörk en það tókst ekki í dag. Lið sem er í þessari stöðu, ekki unnið leik í óratíma, er undir mikilli pressu og það reynir virkilega á menn þá og þetta dettur svolítið niður og mörkin breyta leikjunum. En við hefðum svo sannarlega þurft að nýta eitthvað af þessum færum en á meðan við gerum það ekki og gleymum okkur í varnarleiknum þá er þetta náttúrulega bara niðurstaðan," sagði Logi. „Liðið er viðkvæmt enda langt síðan það vann sigur en hlutirnir voru ekki að ganga upp í dag, það er alveg ljóst. Það vantar eitthvað sjálfstraust," sagði Logi og bætti við: „Nýju leikmennirnir stóðu sína plikt en þeir vita varla hvað liðsfélagar sínir heita og við höfum því miður hafa heilladísirniar ekki verið með okkur í sumar. Við höfum misst út heila varnarlínu og ég fullyrði að það myndi ekkert einast lið í þessar deild þola það. Við höfum þurft að fylla í skörðin og því var nauðsynlegt fyrir okkur að fá nýja leikmenn en það er ekkert hægt að sakast við þeirra frammistöðu í kvöld," sagði Logi. „Við þurfum að að herða okkur. Það hafa skapast ýmsar umræður í bæjarfélaginu út af slöku gengi en við sýndum það í kvöld að við stöndum saman, stjórn, leikmenn og þjálfarar. Það er ekki um neitt annað að ræða hjá okkur en að reyna vinna leik í ágúst og koma sterkir inn eftir versló. Okkur vantar að vinna einn leik og þá kemur vonandi sjálfstraustið. Við vorum betri í kvöld en í síðustu tveimur leikjum og það verður að teljast jákvætt," sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Matthías Guðmundsson tryggði Valsmönnum þrjú stig á Selfossi þegar hann skoraði eina markið í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deild karla. Valsmenn komust upp í sjöunda sætið með þessum sigri en Selfyssingar eru áfram í næstneðsta sæti og hafa ekki unnið leik síðan 21. maí. Leikurinn fór fjörlega af stað og gestirnir hefðu leikandi getað skorað mark á fyrstu mínútunni. Bæði lið áttu sín hálffæri en hvorugu liðinu tókst þó að ná almennilegum skotum á mark andstæðingana. Eftir tíu mínútna leik vöknuðu heimamenn og áttu fína spretti en þó virtist sem boltinn vildi ekki inn. Valsmenn beittu þá skyndisóknum sem aldrei náðu þó að skila neinu hættulegu. Undir lok fyrri hálfleiks átti Ólafur Karl Finsen fínan sprett inn í teig Valsmanna og náði þar tvisvar sinnum skoti á markið en Ólafi Gunnarssyni tóks að verja í bæði skiptin enda færið frekar þröngt. Síðari hálfleikurinn fór síðan fjörlega af stað og bæði lið áttu sín færi. Sigurmark Matthíasar kom á 58. mínútu eftir fallega sókn. Boltinn barst inn í teig þar sem Rúnar Már Sigurjónsson stakk sér inn og náði boltanum áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Lék boltanum til baka og inn í teig og átti góða sendingu inn fyrir þar sem Matthías Guðmundsson kom fljúgandi inn og skoraði með óverjandi þrumuskoti. Eftir markið datt leikurinn örlítið niður og lítið gerðist eftir það. Gestirnir voru þó hættulegri en heimamenn áttu ágætis spretti á köflum. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og Valsmenn því þremur stigum ríkari eftir ágætan leik. Selfyssingar spiluðu öllum þremur nýju leikmönnum sínum í kvöld, þar af byrjuðu tveir enda vörn Selfyssinga ansi gloppótt eftir meiðsli. Kristján Guðmundsson: Þurfum að ná tveimur sigurleikjum í röðMynd/ValliKristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna var sáttur með sigurinn í leikslok en Valsmenn komu til baka eftir tap á móti Fram á heimavelli í leiknum á undan. „Bæði liðin gátu skorað í báðum hálfleikjum. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur og bæði lið vissu það að það var allt undir og þrjú stig í þessum leik myndu skipta gríðalegu máil og hafa áhrif á hvernig liðini myndu stilla upp það sem eftir er af mótinu en ég er bara sáttur með sóknarleikinn okkar," sagði Kristján. „Það kom mér fátt á óvart í leik Selfyssinga. Við vitum um styrkleika Selfossliðsins sem er Jón Daði Böðvarsson. Hann er óslípaður demantur ennþá og gríðarlega efnilegur og gaman að horfa á hann spila og örugglega forréttindi að fá að þjálfa hann. En það kom í raun ekkert á óvar, við hugsuðum ekkert um Selfoss liðið, við hugsuðum bara um okkur," sagði Kristján. „Við þurfum að ná tveimur sigurleikjum í röð til að setja okkur almennilega í gang. Nú kemur smá hlé í mótið og nú þurfum við að byggja á þessum sigri og átta okkur á hvernig við ætlum að spila í haust hlutanum í mótinu. Þetta var því gífurlega mikilvægur sigur," sagði Kristján. Logi Ólafsson: Þurfum að ná að vinna leik í ágústMynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, hefur ekki náð að stýra sínu liði til sigurs síðan í maí og liðið tapaði fjórða leiknum í röð í kvöld. „Eftir 10 mínútur erum við með ansi góð tök á leiknum og við erum að skapa okkur marktækifæri sem við eigum að nýta. Það er nú bara einu sinni þannig að fótboltaleikir snúast um að skora mörk en það tókst ekki í dag. Lið sem er í þessari stöðu, ekki unnið leik í óratíma, er undir mikilli pressu og það reynir virkilega á menn þá og þetta dettur svolítið niður og mörkin breyta leikjunum. En við hefðum svo sannarlega þurft að nýta eitthvað af þessum færum en á meðan við gerum það ekki og gleymum okkur í varnarleiknum þá er þetta náttúrulega bara niðurstaðan," sagði Logi. „Liðið er viðkvæmt enda langt síðan það vann sigur en hlutirnir voru ekki að ganga upp í dag, það er alveg ljóst. Það vantar eitthvað sjálfstraust," sagði Logi og bætti við: „Nýju leikmennirnir stóðu sína plikt en þeir vita varla hvað liðsfélagar sínir heita og við höfum því miður hafa heilladísirniar ekki verið með okkur í sumar. Við höfum misst út heila varnarlínu og ég fullyrði að það myndi ekkert einast lið í þessar deild þola það. Við höfum þurft að fylla í skörðin og því var nauðsynlegt fyrir okkur að fá nýja leikmenn en það er ekkert hægt að sakast við þeirra frammistöðu í kvöld," sagði Logi. „Við þurfum að að herða okkur. Það hafa skapast ýmsar umræður í bæjarfélaginu út af slöku gengi en við sýndum það í kvöld að við stöndum saman, stjórn, leikmenn og þjálfarar. Það er ekki um neitt annað að ræða hjá okkur en að reyna vinna leik í ágúst og koma sterkir inn eftir versló. Okkur vantar að vinna einn leik og þá kemur vonandi sjálfstraustið. Við vorum betri í kvöld en í síðustu tveimur leikjum og það verður að teljast jákvætt," sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira