Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Mynd/Ernir Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira