Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 13:15 Mynd/Jean Didier Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels