Íslenski boltinn

Þór tryggði sér sigur í 1. deildinni

Þórsarar fagna.
Þórsarar fagna.
Þórsarar gerðu út um Pepsi-deildar vonir Fjölnis í kvöld er Þórsarar unnu sigur, 1-0, á Fjölnismönnum fyrir norðan.

Það var Kristinn Þór Björnsson sem skoraði eina mark leiksins tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Þórsarar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Pepsi-deild að ári en tryggðu sér sigur í 1. deildinni með þessum sigri.

Fjölnir er í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig eða sex stigum minna en Víkingur Ólafsvík sem er í öðru sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×