Innlent

Stutt í kosningar í Heimdalli

BBI skrifar
Mynd/GVA
Nú styttist í kosningar til stjórnar Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kosningarnar fara fram næsta miðvikudag, þann 1. ágúst.

Tvö framboð hafa litið dagsins ljós. Annan listann leiðir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir en varaformannsframbjóðandi hennar er Einar Smárason. Hinn listann leiðir Heimir Hannesson með varaformannsefnið Erlu Maríu Tölgyes sér við hlið. Bæði framboðin hafa svo föngulegan hóp stuðningsfólks í sínum röðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×