Innlent

Einstæðir feður í mestum vanda vegna alvarlegra vanskila

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þann 1.maí 2012 voru alls 26.376 einstaklingar í alvarlegum vanskilum samkvæmt upplýsingum Creditinfo um þróun alvarlegra vanskila einstaklinga.

Alvarleg vanskil varða í flestum tilvikum kröfur sem eru komnir í milli- eða löginnheimtu og mörg þeirra fengið afgreiðslu dómstóla og sýslumannsembætta.

Þeir einstaklingar sem ná að greiða upp skráðar vanskilakröfur eru afskráðir af skránni um leið og slíkar tilkynningar berast. Nöfn einstaklinga sem ekki ná að greiða upp skráðar vanskilakröfur eru að hámarki birt í 4 ár.

Sá aldurshópur sem stendur hvað verst er á bilinu 40-49 ára, en 11,4 prósent í þeim aldurshópi eiga hlutfallslega mest í alvarlegum vanskilum. Aldurshópurinn 30-39 fylgir þó fast á eftir en 11,2 % þess aldurshóps á í alvarlegum vanskilum.

Langstærsti hópurinn býr á Reykjanesinu eða rúmlega 16 prósent. Næst á eftir eru það íbúar á Suðurlandi, eða 9,7 % sem eiga í alvarlegum vanskilum hlutfallslega séð. 9,5 % íbúa á höfuðborgarsvæðinu eiga í alvarlegum vanskilum.

Sá þjóðfélagshópur sem stendur hvað verst að vígi hvað þetta varðar eru einstæðir feður, en um 18 % þess hóps á í alvarlegum vanskilum hlutfallslega séð. Einstæðar mæður fylgjast svo fast á eftir með 17 %.

Sá þjóðfélagshópur sem virðist standa best að vígi hvað þetta varðar eru einstæðar konur. 4,7 % þeirra eiga hlutfallslega í alvarlegum vanskilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×