Liverpool tók nýkrýnda bikarmeistara Chelsea í kennslustund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap. Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Liverpool hefndi fyrir tapið á móti Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn með því að rúlla yfir nýkrýnda bikarmeistara á Anfield í kvöld. Liverpool vann leikinn 4-1 og er nú aðeins einu stigi á eftir nágrönnunum í Everton fyrir lokaumferðina. Liverpool skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik og gat líka leyft sér að klikka á vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool nýtti sér vel að Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum og John Terry, fyrirliði Chelsea, átti einn sinn versta leik í manna minnum. Það voru aðeins þrír leikmenn Chelsea sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu frá því í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn; John Terry, Branislav Ivanovic og Ramires. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool gerði fjórar breytingar og Andy Carroll kom meðal annars inn í liðið en Steven Gerrard var aftur á móti ekki í hóp. Ross Turnbull var í marki Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik í tvö ár, Ashley Cole, Frank Lampard og Juan Mata byrjuðu allir á bekknum en Didier Drogba var ekki í hóp. Luis Suarez átti fyrsta markið sem kom á 20. mínútu. Hann klobbaði þá John Terry, fyrirliða Chelsea, í annað skiptið á stuttum tíma og komst upp á endamörkum. Suarez gaf boltann fyrir og Michael Essien sendi boltann í eigið mark. John Terry gerði önnur mistök í öðru markinu sem kom fimm mínútum síðar. Terry rann þá á hausinn og Jordan Henderson komst einn í gegn og skoraði. Daniel Agger skoraði síðan þriðja mark Liverpool á aðeins átta mínútum þegar hann skallaði inn skallasendingu Andy Carroll eftir hornspyrnu frá Jonjo Shelvey. Andy Carroll fékk síðan víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Stewart Downing skaut í stöngina og hefur því enn ekki náð að opna markareikning sinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Ramires minnkaði muninn í 3-1 á 50. mínútu þegar hann fékk aukaspyrnu Florent Malouda í sig. Jonjo Shelvey bætti hinsvegar við fjórða marki Liverpool á 61. mínútu með laglegu langskoti eftir misheppnað útspark Ross Turnbull. Liverpool fékk fullt af færum til að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum en Chelsea slapp með 4-1 tap.
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira