Innlent

Bílnum var stolið af Söndru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sandra og bíllinn hennar á góðri stundu.
Sandra og bíllinn hennar á góðri stundu.
Það voru óprúttnir aðilar sem brutust inn til Söndru Ýr Dungal þegar hún var sofandi inni í svefnherbergi íbúðar sinnar á sunnudagsmorguninn. Það eina sem var tekið úr íbúðinni var handtaskan hennar. Í handtöskunni voru meðal annars bíllyklar. Þegar Sandra leit svo útum gluggann tók hún eftir því að bíllinn hennar var horfinn. Sandra biður því fólk um að hafa augun opin ef Volkswagen Fox 2008 með bílnúmerinu ZIF 14 verður á vegi þeirra. Það má hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×