Innlent

Sýruleki hjá Mjöll-Frigg

Sýra virðist hafa lekið út í sápuverksmiðjunni Mjöll-Frigg í Hafnarfirði í morgun. Boð bárust til slökkviliðsins um klukkan sex og taldi starfsmaður Securitas sig finna torkennilega lykt í húsinu. Þegar eiturefnasérfræðingar mættu á vettvang kom í ljós að einhverskonar sýra hefur lekið út. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að gera hana hlutlausa með öðrum efnum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu stendur ekki til að rýma svæðið í kringum verksmiðjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×